KA Podcastið - 30. janúar 2019

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak

Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson mæta aftur með KA Podcastið eftir smá frí og fara þeir yfir stöðu mála í fótboltanum, handboltanum og blakinu enda ýmislegt búið að ganga á frá síðasta hlaðvarpsþætti.

Gestir þáttarins að þessu sinni eru tveir en Stefán Árnason þjálfari KA í handbolta ræðir mikilvægan leik liðsins gegn Fram á sunnudaginn og þá mætir Daníel Hafsteinsson leikmaður KA í fótbolta sem var nýlega á reynslu hjá SønderjyskE.

Þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is