LEIKTÍÐIN 2015-2016

Þjálfari meistaraflokks karla var Filip Pawel Szewczyk og lék liðið í Mizunodeild karla. Þar hafnaði liðið í þriðja sæti deildarkeppninnar en tapaði úrslitaeinvíginu um titilinn fyrir HK. Liðið vann síðan Kjörísbikarinn með 3-1 sigri í Þrótti Neskaupstað.

Kvennalið lék sömuleiðis í Mizunodeildinni og tók þátt í Kjörísbikarnum. Þjálfari meistaraflokks kvenna var Filip Pawel Szewczyk.

Piotr Kempisty var valinn maður bikarúrslitaleiksins en hann átti sannkallaðan stórleik fyrir KA og setti 36 stig. Ágúst Stefánsson klippti meðfylgjandi myndband frá sigrinum og fagnaðarlátunum úr útsendingu RÚV.

Hér til hliðar er hægt að skoða leikmannahópa liðanna svo og yfirlit yfir úrslit allra leikja liðanna á tímabilinu og lokastöðu deildarkeppnanna.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is