Bjarni Ófeigur til liðs við KA!

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA og ljóst að gríðarlegur liðsstyrkur er væntanlegur fyrir komandi tímabil. Bjarni sem er 25 ára gamall leikur í vinstri skyttu og er auk þess afar öflugur varnarmaður
Lesa meira

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili

Jónatan Magnússon tekur við þjálfun KA/Þór á næsta tímabili. Örnu Valgerði Erlingsdóttur eru þökkuðvel unnin störf.
Lesa meira

Magnús Dagur framlengir um þrjú ár

Magnús Dagur Jónatansson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Magnús sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA
Lesa meira

Þrjú lið KA og KA/Þórs í bikarúrslitum

Skemmtilegasta helgin í íslenskum handbolta er framundan þegar úrslitaleikir í Powerade bikarnum fara fram í Laugardalshöllinni. Það myndast ávallt afar skemmtileg stemning í Höllinni þessa helgina en einstaklega skemmtilegt er að úrslitaleikir í öllum aldursflokkum fara fram í sömu umgjörð
Lesa meira

Risa myndaveisla frá softballmóti KA og KA/Þórs

Handknattleiksdeild KA stóð fyrir hinu árlega softball móti um helgina og má með sanni segja að mótið hafi heppnast stórkostlega. Fjölmörg lið skráðu sig til leiks á þetta stórskemmtilega mót og sáust magnaðir taktar á vellinum
Lesa meira

Meistaraskóli handboltans um páskana

Handknattleiksdeild KA verður með frábæran meistaraskóla fyrir öfluga stráka og stelpur um páskana. Krakkar í 4. til 7. flokks geta skráð sig í skólann sem fer fram dagana 25.-27. mars (mánudag til miðvikudags)
Lesa meira

20 ár frá þriðja Bikarsigri KA í handbolta

Í dag, 28. febrúar, er heldur betur merkisdagur í sögu okkar KA-manna en fyrir 20 árum síðan hampaði KA sínum þriðja Bikarmeistaratitli í handbolta karla. KA mætti Fram í úrslitaleiknum fyrir framan algula Laugardalshöll en stuðningsmenn KA voru í miklum meirihluta
Lesa meira

Pop up æfing fyrir öfluga handboltakrakka!

Ott Varik, leikmaður KA og töframaður í hægra horninu, ætlar að vera með pop-up æfingu í KA-Heimilinu á þriðjudaginn frá klukkan 18:00 til 19:00. Þetta er tilvalin aukaæfing fyrir öfluga handboltakrakka til að bæta sig og frábært tækifæri til að læra af Ott
Lesa meira

Fimm frá KA/Þór í yngrilandsliðum Íslands

KA/Þór á fimm fulltrúa í æfingahópum yngrilandsliða Íslands í handbolta en hóparnir koma saman til æfinga dagana 29. febrúar til 3. mars næstkomandi. Er þetta flott viðurkenning á okkar flotta kvennastarfi og óskum við stelpunum okkar til hamingju með valið
Lesa meira

Sparisjóður Höfðhverfinga styður við KA/Þór

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur undirritað samstarfssamning við kvennalið KA/Þórs í handbolta. Það er ljóst að þessi samningur mun hjálpa kvennastarfinu mikið og erum við afar þakklát Sparisjóðnum fyrir aðkomu þeirra í okkar metnaðarfulla starfi
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is