Viktor og Þorsteinn lokið keppni í Króatíu

Lyftingar

KA átti þrjá fulltrúa á Evr­ópu­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um í Velika Gorija í Króa­tíu sem lauk í vikunni. Áður sögðum við frá árangri Drífu Ríkharðsdóttur en næstir á sjónarsviðið voru þeir Viktor Samúelsson og Þorsteinn Ægir Óttarsson.

Vikt­or keppti í -105 kg flokki þar sem 21 keppendur tóku þátt. Viktor lenti í 11. sæti með 790kg samanlagt.

Árangur Viktors:
Hnébeygja: 285 kg
Bekkpressa: 192,5 kg
Réttstaða: 312,5 kg

Í hnébeygju reyndi Viktor við Íslandsmet í þriðju tilraun með 292.5 kg. sem fór ekki upp en verður verkefni fyrir hann á komandi mótum. Í bekkpressu lyfti hann 192.5 kg og náði 9. sætinu í greininni af 21 keppendum sem er góður árangur þótt hann hafi verið örfáum kílóum frá sínu besta í greininni.

Emil Norling frá Svíþjóð sigraði með 887.5 kg í samanlögðum árangri.

Þá keppti Þorsteinn Ægir í +120 kg flokki þar sem hann lenti í fimmta sæti af sex keppendum með 815kg samanlagt.

Árangur Þorsteins:
Hnébeygja: 315 kg
Bekkpressa: 200 kg (bæting up 2,5kg)
Réttstaða: 300 kg

Við óskum þeim félögum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með okkar fólki á næstunni, en framundan er HM í kraftlyftingum í júní.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is