Heimasigrar í fyrstu umferđ Opna Norđlenska mótsins | Öll úrslit fimmtudagsins

Almennt
Heimasigrar í fyrstu umferđ Opna Norđlenska mótsins | Öll úrslit fimmtudagsins
Jón Heiđar og félagar báru sigurorđ af Ţór

Í opnunarleik mótsins mćttust KA og Ţór í KA-heimilinu ađ viđstöddum ríflega 400 áhorfendum. Ţór leiddi leikinn í upphafi en KA náđi yfirhöndinni 13-12 og ţannig stóđu leikar í hálfleik.

KA byrjađi seinni hálfleikinn og náđi forskoti sem Ţórsarar náđu aldrei ađ jafna. Lokatölur 23-21 fyrir KA. Strax á eftir leik KA og Ţórs tók KA/Ţór á móti HK. Stelpurnar okkar áttu frábćran leik og sýndu hvers megnugar ţćr eru og sigruđu ađ lokum 37-26.

Í Höllinni áttust Selfoss og Fram viđ í karlaflokki. Eftir spennandi leik, ţar sem Selfoss hafđi frumkvćđiđ náđu Íslandsmeistarar Selfoss ađ knýja fram sigur, 26-23. Strax á eftir leik ţeirra hófst leikur Aftureldingar og Stjörnunnar. Ţar höfđu nýliđarnir í Olís deildinni, Afturelding, betur 18-14 eftir leik tveggja varna.

Í dag mćtast KA og Selfoss í KA-heimilinu kl. 18:15 og á sama tíma í Höllinni eigast Ţór og Fram viđ í karlaflokki. Klukkan 19:45 leika KA/Ţór og Afturelding í KA-heimilinu og á sama tíma í Höllinni spila HK og Stjarnan í kvennaflokki. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband