Velunnari KA

Með því að styrkja KA átt þú rétt á skattaafslætti. KA kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Samkvæmt nýjum lögum geta einstaklingar nú styrkt KA um allt að 350.000 krónur en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.

Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
 

Svona er ferlið

Þú millifærir einfaldlega upphæð að eigin vali inn á reikning hjá einhverri af eftirfarandi deildum hjá KA
Lágmark 10.000 kr, hámark 350.000 kr.

Þú getur einnig sent tölvupóst á gauti@ka.is og fengið mánaðarlega greiðsluseðil að ákveðinni fjárhæð í heimabanka þinn eða að kreditkortið sé skuldfært mánaðarlega.
 
Deild Kennitala Reikningsnúmer
Aðalstjórn KA 700169-4219 0133-15-004275
Handknattleiksdeild KA 571005-0180 0133-15-006508 
Handknattleiksdeild KA/Þór 570919-0910 0133-15-006627
Unglingaráð handknattleiksdeildar KA 450902-2680 0133-15-006335
Blakdeild KA 670890-2289 0133-15-005729
Knattspyrnudeild KA 510991-1849 0133-15-004572
Unglingaráð knattspyrnudeildar KA 490101-2330 0133-15-005733
Lyftingardeild KA 420622-1200 0133-15-006050
Júdódeild KA 561089-2569 0133-15-005286

Dæmi: Einstaklingur sem styrkir KA um 50.000 kr fær skattaafslátt að fjárhæð 15.725 kr og greiðir því í raun aðeins 34.275 kr fyrir styrkinn.

Dæmi: Einstaklingur sem styrkir KA um 4.000 kr á mánuði fær skattaafslátt að fjárhæð 15.096 kr og greiðir því í raun aðeins 32.904 kr fyrir styrkinn sem nemur 48.000 kr fyrir KA.
 
Til að ganga frá styrknum fyllir þú einfaldlega út formið hér fyrir neðan. KA gefur loks út kvittun til greiðanda þar sem kemur fram nafn og kennitala greiðanda og fjárhæð framlags.
 
Þeir einstaklingar sem nýta sér heimildina fá endurgreiðslu/frádrátt frá skatti á næsta ári. KA þakkar kærlega fyrir allan ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.

Nánari upplýsingar á RSK.is.

Fylltu út eftirfarandi upplýsingar

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband