Minningarsjóđur Jakobs Jakobssonar

Jakob, Albert og Ragnar
Ţrír landsliđsmenn í knattspyrnu. Frá vinstri: Jakob Jakobsson, Albert Guđmundsson, Ragnar Sigtryggsson. Hér klćđist Albert búningi FH-liđisins, en hann ţjálfađi og lék međ ţví liđi eftir ađ hann kom frá Frakklandi úr atvinnumennsku.


Punktar um Minningarsjóđ Jakobs Jakobssonar
Sjóđurinn heitir Minningarsjóđur Jakobs Jakobssonar og eins og nafn sjóđsins ber međ sér og fram kemur í 1. grein skipulagsskrár var hann stofnađur í minningu Jakobs Jakobssonar sem fćddist 20. apríl 1937 og lést af slysförum í Ţýskalandi 26. janúar 1964.

Stofnfé sjóđsins var framlag Knattspyrnufélags Akureyrar, andvirđi minningarspjalda og önnur framlög sem bárust fyrir 20. apríl 1964.

Í 3ju grein segir: „Tilgangur sjóđsins er ađ vera til styrktar efnilegum íţróttamönnum á Akureyri, svo sem međ ţví ađ styrkja ţá til náms í íţrótt sinni eđa útvega ţeim kennslu eđa námsađstöđu.“

Meginreglan varđandi úthlutun úr sjóđnum er sú ađ eftir ađ höfuđstóll sjóđsins hefur náđ ákveđinni upphćđ má úthluta allt ađ 9/10 tekna nćsta almanaksárs á undan.

Stjórn sjóđsins skipa ţrír menn. Skal einn ţeirra vera tilnefndur af ćttingjum Jakobs, annar af Íţróttabandalagi Akureyrar og hinn ţriđji af Knattspyrnufélagi Akureyrar. Sú tilhögun ađ ÍBA skuli skipa einn fulltrúa má eflaust rekja til ţess ađ á sjöunda áratugnum sendu KA og Ţór sameiginlegt liđ til ţátttöku í Íslandsmóti í knattspyrnu undir merki ÍBA. Og sannarlega var Jakob leikmađur og einn ađal máttarstólpi ţess liđs. Af fundargerđum og gögnum sjóđsins má ţó ráđa ađ í framkvćmd hafi KA jafnan tilnefnt tvo fulltrúa án atbeina ÍBA.

Stjórn KA fór međ málefni sjóđsins í fyrstu en áriđ 1965 var sjóđnum sett stjórn eins og skipulagsskrá mćlir fyrir um. Jakob Gíslason, Jón Stefánsson og Halldór Helgason sátu í ţessari fyrstu stjórn. Jón var fulltrúi KA og vörslumađur sjóđsins frá fyrstu tíđ allt til ţess ađ hann lést í júní 1991. Međ honum í stjórn síđustu árin voru Leifur Tómasson og Haukur Jakobsson. Ţeir óskuđu ađ hverfa úr stjórn og var Friđjón Jónsson tilnefndur fulltrúi ćttingja Jakobs en Guđmundur Heiđreksson og Jóhannes Bjarnason voru kosnir fulltrúar KA á ađalfundi félagsins 13. mars 1992 og er Jóhannes vörslumađur sjóđsins.

Í upphafi hafa menn líklega ćtlađ ađ tekjur sjóđsins myndu ađ stćrstum hluta koma frá árlegum minningarleik í knattspyrnu eins og skipulagsskrá kveđur á um. Raunin var hins vegar sú ađ ţrátt fyrir góđan vilja og stuđning margra ađila var eftirtekjan oft rýr ţegar greiddur hafđi veriđ allur kostnađur; ferđir og uppihald ađkomuliđsins, leiga á vallarađstöđu, auglýsingar o.fl. Sem dćmi má nefna ađ áriđ 1968 voru tekjur sjóđsins gkr: 31.800.- ţar af var ágóđi af fjáröflunarleiknum gkr: 2.350.- Stjórn sjóđsins sótti um ađ fá fellda niđur leigu á íţróttavellinum međ bréfi til íţróttaráđs í nóvember 1971 og vísađi til ţess ađ nćstu fimm ár ţar á undan hefđi greidd vallarleiga numiđ gkr: 76.456 á sama tíma og hreinar tekjur sjóđsins af leikjunum námu gkr: 85.267.-

Íţróttaráđ sá sér ekki fćrt ađ verđa viđ ţessu erindi og ţví var innheimt 25% leiga öll árin sem leikiđ var, en síđasti leikurinn fór fram sumariđ 1981.

Hin síđari ár hafa tekjur sjóđsins ţví einkum veriđ -auk minningargjafa- fjármagnstekjur í einhverri mynd; s.s. vextir, verđbćtur, afföll af skuldabréfum o.fl.

Engu ađ síđur hefir sjóđnum tekist bćrilega ađ vera trúr ţeim tilgangi sínum; ađ styrkja efnilega íţróttamenn á Akureyri og alls hafa sextíu og tveir einstaklingar hlotiđ styrk úr sjóđnum ţessi ár. Knattspyrnumenn eru fjölmennastir í ţeim hópi alls tuttugu og fimm, skíđamenn og handboltamenn eru tíu, frjálsíţróttamenn sex og fulltrúar annarra íţróttagreina eru fćrri. Segja má ađ styrkţegar sem bćđi hafa veriđ úr hópi ţjálfara og keppnisfólks komi úr flestum greinum íţrótta sem stundađar hafa veriđ á Akureyri á ţessu tímabili.

Sú ţróun hefur orđiđ hin síđari ár ađ styrkţegar hafa einkum komiđ úr hópi ţjálfara ţeirra íţróttagreina sem iđkađar eru innan vébanda KA.

Úthlutun úr sjóđnum hverju sinn skal fara fram hinn 20. apríl eđa sem nćst ţeim degi. Tíu sinnum hefur ekki veriđ úthlutađ úr sjóđnum ţ.e.a.s. árin 1970, 76, 81, 83, 88, 90, 93, 2001, 2002 og 2006.

Í stjórn sjóđsins eru:
Vignir Ţormóđsson, Magnús Sigurólason og Bjarni Áskelsson.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband