Ársskýrsla KA áriđ 2009

Ađalfundur KA 23. mars 2010

Ársskýrsla Knattspyrnufélags Akureyrar fyrir áriđ 2009 (starfsáriđ 2009-2010)

Fundarstjóri, góđir fundarmenn.

Á ađalfundi KA ţann 20. apríl 2009 var Stefán Gunnlaugsson endurkjörinn formađur KA en auk hans voru kjörin í stjórn:
  Tryggvi Gunnarsson sem var varaformađur
  Guđmundur B. Guđmundsson sem var gjaldkeri
  Hrefna G. Torfadóttir sem var ritari
  Bjarni Bjarnason sem var međstjórnandi
  Varamađur var Ragnheiđur Júlíusdóttir

Formenn deilda sátu einnig í stjórn en ţeir voru:
  Sigurđur Arnar Ólafsson, fyrir blakdeild
  Erlingur Kristjánsson, fyrir handknattleiksdeild
  Jón Óđinn Waage, fyrir júdódeild
  Bjarni Áskelsson, fyrir knattspyrnudeild

Ţetta starfsár einkenndist, eins og áriđ á undan, nokkuđ af ţví efnahagsástandi sem viđ búum viđ. Mikil vinna var lögđ í sparnađaráćtlanir, vel var skođađ hvar hćgt vćri ađ minnka kostnađ og breyta til batnađar. Gunnar framkvćmdastjóri, Guđmundur gjaldkeri og Stefán formađur eiga ţakkir skilda fyrir ţá miklu vinnu sem ţeir lögđu í ţađ verkefni.

Síđastliđiđ sumar var leikjaskóli starfrćktur enn á ný. Hann var međ nokkru öđru sniđi en áđur, einungis var bođiđ upp á skólann hálfan daginn. KA ákvađ ađ halda gjöldum í lágmarki og tókst ţađ vegna veglegs styrks frá Samherja og var ađsókn ađ skólanum mjög góđ. KA ţakkar Samherja fyrir velvild ţeirra í garđ félagsins.

Framkvćmdir í kjallara voru á fullu ţetta starfsár og sér nú fram á endann á ţeim. Ţar er ađ rísa hin besta heilsurćkt og ađ öđrum ólöstuđum verđur ađ minnast hér á ţátt Tryggva Gunnarssonar sem hefur veriđ vakinn og sofinn yfir ţessu verkefni og lagt ómćldar stundir í ţađ, enda ber heilsurćktin vinnuheitiđ „Tryggvastofa”. Einnig ber ađ ţakka Bjarna Bjarnasyni fyrir hans mikla ţátt. Deildir félagsins sem og ýmsir félagsmenn hafa lagt hönd á plóginn og eru ţeim hér fćrđar ţakkir fyrir. Meiningin er ađ heilsurćktin verđi opnuđ í byrjun maí og nú ţarf ađ finna gott nafn ţví heilsurćkt er kannski svolítiđ villandi nafn.

Gildi félagsstarfs og samheldni kemur vel í ljós ţegar veriđ er ađ vinna ađ svona verkefni sem einungis er félaginu kleift ef margir sjálfbođaliđar leggja hönd á plóginn. Ţađ hefur veriđ eitt af ađalsmerkjum ţessa félags ađ í hvert sinn sem lagt er í verkefni, hvort sem ţađ er ađ hengja tjöld upp niđri í sal eđa moka steypuklumpum út úr kjallaranum, ţá eru allir bođnir og búnir ađ leggja sitt af mörkum. Viđ ćttum ađ gćta ţess ađ taka ţađ ekki sem sjálfsagđan hlut, heldur virđa ţađ og meta.

Ţjálfarafélag var stofnađ í desember ađ frumkvćđi Sćvars Árnasonar. Í stjórn eru Jón Óđinn Waage, Jóhannes Bjarnason og Pétur Ólafsson. Sćvar Árnason mun sjá um frćđslumál.

Ţjálfarafélagiđ, ásamt Gunnari framkvćmdastjóra, hefur ţegar stađiđ fyrir skyndihjálparnámskeiđi fyrir starfsfólk hússins og ţjálfara félagsins. Fleiri námskeiđ eru fyrirhuguđ. Ţetta er mjög gott framtak og ekki spurning ađ ţađ er félaginu til hagsbóta. Ég tel ţađ gott fyrir félagiđ ađ ţjálfarar hinna ýmsu deilda séu samankomnir í eitt félag innan KA og trúi ţví ađ samstarf ţeirri muni leiđa af sér margt gott.

20 ára Íslandsmeistarar í blaki og 20 ára Íslandsmeistarar í knattspyrnu heimsóttu félagiđ til ađ halda upp á ţessi tímamót, knattspyrnumenn í ágúst sl. og blakiđ í nóvember. Heimsókn beggja hópa var, ađ sögn, mjög ánćgjuleg.

Nefnd á vegum ađalstjórnar hefur unniđ međ nefnd á vegum bćjarins (íţróttaráđs) ađ skipulagningu og uppbyggingu Akureyrarvallar og hefur ţađ samstarf gengiđ mjög vel. KA vill ţakka Akureyrarbć og íţróttaráđi fyrir gott samstarf.

Í nóvember sl. tilkynni Samherji um veglegan styrk til barna og unglingastarfs. KA vill ítreka ţakkir sínar til Samherja fyrir velvild ţeirra í garđ félagsins og ómetanlega styrki.

Höfđinglegur styrkur Samherja á sl. ári til íţrótta barna- og unglinga varđ til ţess ađ hćgt var ađ bjóđa 8. flokk í knattspyrnu ađ ćfa frítt og engin ćfingagjöld voru heldur hjá yngri flokkum í júdo.
Ferđakostnađur barna- og unglinga allra deilda lćkkađi og varđ til ţess ađ ekki kom til ţess ađ iđkendum hjá deildunum fćkkađi eins og reiknađ hafđi veriđ međ vegna kreppunnar, heldur fjölgađi ţeim börnum og unglingum sem stunduđu einhverja íţrótt hjá félaginu.

Í janúar sl. var haldiđ upp á 82. ára afmćli KA međ veglegu Hnallţórubođi. Annáll ársins var fluttur, minnst var látinna félaga, séra Svavar Jónsson flutti tölu og síđast en ekki síst var kynntur íţróttamađur KA áriđ 2009. Tilnefndir voru:

Frá blakdeild: Auđur Anna Jónsdóttir og  Piotr Slawomir Kempisty
Frá handknattleiksdeild: Martha Hermannsdóttir og Arna Valgerđur Erlingsdóttir
Frá júdódeild: Helga Hansdóttir
Frá knattspyrnudeild: Haukur Heiđar Hauksson

Íţróttamađur KA ađ ţessu sinni varđ Piotr Slawomir Kempisty, í öđru sćti varđ Haukur Heiđar Hauksson og í ţriđja sćti varđ Helga Hansdóttir.

KA fékk höfđinglega gjöf í tilefni afmćlisins en ţađ var hjartastuđtćki sem ónefndur, góđur KA mađur gaf. KA fćrir honum ţakkir sínar.

Á síđastliđnu ári létust nokkrir mćtir KA menn sem allir eiga ţađ sammerkt ađ hafa unniđ mikiđ starf fyrir félagiđ. Sumir ţeirra sátu í stjórnum deilda, ţeir kepptu fyrir félagiđ í ýmsum greinum og studdu ţađ fjárhagslega á ýmsan máta.

Ţeir eru:
  Sigbjörn Gunnarsson sem lést í febrúar 2009, Ragnar Sigtryggson sem lést í mars 2009
  Gísli Bjarnason sem lést í maí 2009
  Sverrir Leósson sem lést í júní 2009
  Svavar Ottesen sem lést í júlí 2009.
  Einnig lést Gunnar Jakobsson í janúar sl.

Ţessara mćtu KA manna var minnst á afmćli KA. (smá ţögn)

Ég vil ţakka Gunnari framkvćmdastjóra fyrir hans góđa og mikla starf fyrir félagiđ. Ţađ var félaginu mikil fengur ađ fá Gunnar aftur til starfa. Ég vil einnig ţakka öđru starfsfólki félagsins fyrir ţeirra störf. Gott starfsfólk er undirstađa ţess ađ starfsemi eins og fram fer hér hjá okkur gangi vel.

Ekki má gleyma öllum sjálfbođaliđunum í stjórnum deilda og ráđa og öđrum sem koma ađ starfsemi deilda. Ţeim fćri ég líka ţakkir ţví án ţeirra vćri engin starfsemi. Ţađ má aldrei vanmeta ţann tíma og ţá orku sem sjálfbođaliđar félagsins leggja af mörkum til ađ láta starfsemina ganga. Einnig vil ég ţakka ţjálfurum allra deilda. Góđir ţjálfarar, eins og viđ höfum hér, eru ein meginástćđa ţess ađ iđkendur eru hér allt frá ţví ađ ţeir eru 5 eđa 6 ára og upp ađ fullorđinsaldri og lengur.

Hér verđur ekki fjallađ um árangur flokka né rekstur deilda og vísast í ársskýrslur hverrar deildar. Ţó má ég til međ minnast á ţađ ađ rekstur allra deilda gekk vel og er kraftmikiđ starf í ţeim öllum.

Ađ lokum vil ég enn á ný undirstrika mikilvćgi félagsstarfs á ţessum umbrotatímum. Höldum utan um börnin okkar og unglingana okkar. Reynum ađ halda ţeim sem lengst í íţrótta- og félagsstarfi. Ţađ er ţeim til hagsbóta. Viđ fullorđna fólkiđ eigum ađ leggja hönd á plóginn nú sem aldrei fyrr til ađ byggja upp heilbrigt íţrótta- og félagsstarf fyrir unga fólkiđ okkar.

Horfum međ jákvćđum huga framáviđ og sameinumst um ađ efla enn félagiđ okkar og starfsemina ţar.

Takk fyrir.
  fh. ađalstjórnar
  Hrefna G. Torfadóttir, ritari

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband