Siðareglur KA

Markmið siðareglna KA er að veita félagsmönnum, þjálfurum, starfmönnum, sjálfboðaliðum, iðkendum og foreldrum almennar leiðbeiningar bæði í leik og starfi. Þær skulu vera félagsmönnum hvatning og stuðningur í starfi og sýnilegar á heimasíðu félagsins.

  1. Komdu fram af heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
  2. Gættu trúnaðar og þagmælsku í störfum þínum en þó innan takmarkana lögboðinnar tilkynningarskyldu.
  3. Misnotaðu ekki valdastöðu þína eða hverskonar yfirburði sem þú kannt að hafa yfir öðrum.
  4. Gættu jafnræðis og varastu að misbjóða virðingu einstaklinga eða hópa t.d. hvað varðar kynþátt, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins.
  5. Taktu aldrei, hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við íþróttaviðburði sem þú getur haft áhrif á.
  6. Þiggðu hvorki gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi þitt.
  7. Samþykktu aldrei eða sýndu ógnandi eða ofbeldisfulla hegðun eða áreiti þar með talið kynbundið og kynferðislegt og beittu þér gegn því.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband