Skarphéđinn og Iđunn hlutu Böggubikarinn

Almennt | Fótbolti | Handbolti
Skarphéđinn og Iđunn hlutu Böggubikarinn
Frábćrir fulltrúar félagsins

Á 94 ára afmćlisfögnuđi KA var Böggubikarinn afhentur í áttunda sinn auk ţess sem ađ liđ og ţjálfari ársins voru valin í annađ skiptiđ. Ţađ er mikil gróska í starfi allra deilda KA um ţessar mundir og voru sjö iđkendur tilnefndir til Böggubikarsins, 7 ţjálfarar til ţjálfara ársins og 5 liđ tilnefnd til liđs ársins.

Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem ţykja efnileg í sinni grein en ekki síđur mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á ćfingum og í keppnum og eru bćđi jákvćđ og hvetjandi. Böggubikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fćdd var ţann 16. júlí 1958 og lést ţann 25. september 2011. Bróđir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verđlaunanna en ţau voru fyrst afhend áriđ 2015 á 87 ára afmćli KA.

Iđunn Rán Gunnarsdóttir hlaut Böggubikar stúlkna en hún er öflugur og vel spilandi miđvörđur og miđjumađur. Hún vann sig inn í ćfingahóp meistaraflokks Ţórs/KA eftir ađ hafa bćtt sig jafnt og ţétt síđustu ár og spilađi hún sína fyrstu leiki í efstu deild í sumar. Iđunn Rán var valinn í U16 og U17 ára liđ Íslands ţar sem hún spilađi fjóra leiki á árinu. Međ U17 komst hún og liđsfélagar hennar áfram í milliriđil EM. Í 3. flokk var hún lykilmađur í liđi sem vann bćđi Stefnumót KA og ReyCup ásamt ţví ađ vera í toppbaráttunni á Íslandsmótinu. Ţađ verđur áhugarvert ađ fylgjast međ henni á komandi sumri ţar sem hún hefur burđi til ađ sér inn enn stćrra hlutverk í meistaraflokknum.

Skarphéđinn Ívar Einarsson hlaut Böggubikar drengja en ţessi öflugi handknattleiksmađur hefur ţrátt fyrir ungan aldur stigiđ sín fyrstu skref í meistaraflokksliđi KA. Frábćrt hugarfar hans hefur gert ţađ ađ verkum ađ á undanförnum árum hefur hann tekiđ gríđarlegum framförum og til ađ mynda orđinn lykilmađur í U-17 ára landsliđi Íslands ţó svo ađ ţar spili hann međ leikmönnum sem eru árinu eldri. Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ Skarpa á nćstu árum ef hann heldur áfram á sömu braut ţví hann hefur sýnt ađ honum eru allir vegir fćrir.

Andri Snćr Stefánsson ţjálfari KA/Ţórs var valinn ţjálfari ársins en hann náđi stórkostlegum árangri međ liđiđ á sínu fyrsta ári. Hann var valinn besti ţjálfari Olísdeildar kvenna 2021 ţar sem liđiđ endađi á ađ vinna alla titlana sem í bođi voru er liđiđ varđ Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk ţess ađ vera Meistari Meistaranna. Fyrir veturinn í vetur hafđi KA/Ţór aldrei hampađ stórum titli og afrekiđ magnađa ţví enn stćrra.

Andri kemur einnig ađ ţjálfun 8. flokks KA og KA/Ţór en Andri Snćr er uppalinn KA-mađur og leggur allt í sölurnar ţegar kemur ađ ţjálfun og gerđi einnig sem leikmađur. Ţá fór Andri einnig tvćr frćgđarfarir međ KA/Ţór í Evrópubikarkeppni kvenna. Frábćr sigur vannst í Kósóvó gegn landsmeisturunum ţar en svo fylgdi naumt tap í 32-liđa úrslitunum gegn bikarmeisturum Spánar, BM Elche.

Meistaraflokksliđ KA/Ţórs var loks valiđ liđ ársins en stelpurnar áttu stórkostlegt ár ţar sem ţćr voru handhafar allra fjögurra titla sem í bođi eru á Íslandi fyrir tímabiliđ 2020-2021. Stelpurnar hófu tímabiliđ 2020 á ţví ađ verđa meistarar meistaranna. Ţćr stóđu síđan uppi sem deildarmeistarar í lok apríl 2021 og Íslandsmeistarar mánuđi síđar. Ţćr hófu síđan veturinn 2021-2022 á ţví ađ verđa  bikarmeistarar í Coca-Cola bikarkeppni kvenna sem átti ađ fara fram í mars 2021 en var frestađ til  haustsins 2021 vegna Covid.

Stelpurnar komust einnig í 32-liđa úrslit í Evrópubikarkeppni kvenna ţar sem ţćr lögđu Kósóvósku meistarana í 64-liđa úrslitum. Ţćr lutu síđan lćgra haldi fyrir spćnsku bikarmeisturunum í BM Elche í 32-liđa úrslitum međ tveggja marka mun. Fimm leikmenn liđsins hafa veriđ valdar í A-landsliđ kvenna á árinu og sópuđu ţćr til sín verđlaunum á lokahófi HSÍ í sumar, bćđi leikmenn og ţjálfarar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband