Tilnefningar til liđs ársins hjá KA 2023

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak

Sjö liđ eru tilnefnd til liđs ársins hjá KA á árinu 2023 en ţetta verđur í fjórđa skiptiđ sem verđlaun fyrir liđ ársins verđa veitt. Verđlaunin verđa tilkynnt á 96 ára afmćli félagsins á mánudaginn á glćsilegu vöfflukaffi og spennandi ađ sjá hvađa liđ hreppir ţetta mikla sćmdarheiti.

Meistaraflokkur kvenna í blaki átti satt ađ segja alveg magnađ tímabil og vann alla titla sem hćgt var ađ vinna á tímabilinu 2022-23. Meistari meistaranna, Deildar-, Bikar og Íslandsmeistarar. Í lok síđasta tímabils átti liđiđ ţrjá fulltrúa ţćr Jónu Margréti uppspilara, Helenu Kristínu kant og Valdísi Kapitólu líberó í liđi ársins sem valiđ er af Blaksambandi Íslands. Eins var Helena Kristín valinn leikmađur úrvalsdeildarinnar, ţađ sýnir hversu ótrúlega sterku liđi KA spilar fram ţar sem ţađ er fagmađur í hverri stöđu.

Stúlkurnar í U14 gerđu sér lítiđ fyrir og unnu alla leiki sína á síđasta tímabili og urđu bćđi Bikar og Íslandsmeistarar. Ótrúlega magnađur hópur sem sýnir okkur ađ yngri flokka starfiđ hefur sannarlega veriđ ađ gera góđa hluti og ađ framtíđin sé björt í blakinu.

Strákarnir í 3. flokki KA urđu Íslandsmeistarar í A og B-liđum sem og bikarmeistarar. A-liđiđ byrjađi sumariđ ágćtlega en varđ óstöđvandi í lok sumars. Ţar unnu ţeir lotu 3 sannfćrandi ásamt ţví ađ verđa bikarmeistarar.

B-liđiđ var yfirburđarliđ allt sumariđ og kórónuđu ţeir gott sumar međ ađ vinna úrslitaleik Íslandsmótsins. C-liđiđ var einnig öflugt en ţeir voru einungis nokkrum sekúndum frá ţví ađ komast í undanúrslit Íslandsmótsins. Flokkurinn fór einnig saman út á Gothia Cup ţar sem ţeir stóđu sig međ prýđi og sköpuđu skemmtilegar minningar.

Strákarnir í C-liđi 4. flokks KA urđu Íslandsmeistarar, A-liđ flokksins fékk silfur á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni, D-liđ flokksins fékk silfur á Íslandsmótinu og B-liđ flokksins komst í 8-liđa úrslit Íslandsmótsins. Strákarnir í C-liđinu spiluđu virkilega flottan fótbolta ţar sem hápunkturinn var 3-0 sigur í úrslitaleik Íslandsmótsins.

A-liđiđ var međ mikinn stíganda í sínum leik á tímabilinu. Ţeir gerđu sér lítiđ fyrir og komust í úrslitaleiki á bćđi Íslandsmótinu og bikarkeppninni sem fóru báđir í framlengingu en heppnin var ekki međ okkar mönnum. B- og D-liđin stóđu sig einnig mjög vel eins og áđur segir. Eldra áriđ fór til Svíţjóđar og yngri áriđ á ReyCup og var árangurinn einnig góđur á ţeim mótum.

A-liđ flokksins komst í alla úrslitaleiki sumarsins og var uppskeran Íslandsmeistaratitil og silfur á Gothia Cup og í bikarkeppninni. Liđiđ er vel ađ ţessu komiđ enda miklar keppniskonur sem gefa ekkert eftir í flokknum. Allur flokkurinn fór á Gothia Cup ţar sem U14 KA 1 vann hvern leikinn á fćtur öđrum en tapađi í hörku leik gegn sćnska stórveldinu Hammerby í úrslitaleik.

Ţađ má segja ađ Gothia Cup hafi veriđ vendipunktur á sumrinu ţví A-liđiđ varđ mjög öflugt restina af sumrinu eins og árangurinn gefur til kynna. B- og C-liđ flokksins átti einnig marga góđa leikkafla án ţess ađ vinna til verđlauna.

Stelpurnar gerđu sér lítiđ fyrir og urđu deildarmeistarar og töpuđu ţar einungis einum leik í ţeirri keppni. Ţćr spiluđu svo til úrslita í bikarkeppni hsí en urđu ađ lúta í gras ţar. Ţeim tókst hins vegar ađ verđa Íslandsmeistarar eftir ćsilegan leik viđ Val. Ţađ má ţví međ sanni segja ađ tímabiliđ hjá stelpunum hafi ţví veriđ stórkostlegt í heild sinni međ tvo titla og eitt silfur!

Stelpurnar í 6. flokki áttu frábćrt tímabil. Margar stelpur ađ ćfa og stilla upp međ mörg liđ til leiks. A-liđiđ hjá ţeim gerđu sér lítiđ fyrir og unnu alla leikina og allar túrneringarnar í 6. flokki á síđastliđinu keppnistímabili og enduđ ţví sem íslandsmeistarar. Ţađ sem af er á ţessu tímabili er sama uppskrift og hafa ţćr ţví ekki ennţá tapađ leik á sínum keppnisferli.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband