Jónatan Magnússon tekur viđ Skövde

Handbolti
Jónatan Magnússon tekur viđ Skövde
Spennandi tímar framundan hjá Jonna

Jónatan Magnússon tekur viđ sem nýr ţjálfari IFK Skövde í sćnsku úrvalsdeildinni í handbolta á nćsta tímabili en Jonni sem hefur stýrt liđi KA frá árinu 2019 gaf ţađ út í vetur ađ hann myndi róa á önnur miđ ađ núverandi tímabili loknu.

Ţetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt liđ sem stendur í 5. sćti úrvalsdeildarinnar í Svíţjóđ um ţessar mundir. Undanfarin tvö tímabil hefur liđiđ endađ í 2. sćti deildarinnar en Jonni tekur viđ liđinu af Henrik Signell en hann hefur stýrt liđi Skövde frá árinu 2020.

Eins og áđur segir hefur Jonni stýrt liđi KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma veriđ yfirţjálfari yngriflokka KA og KA/Ţórs frá árinu 2016 og veriđ lykilmađur í gríđarlegri uppbyggingu á yngriflokkastarfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iđkenda hefur vaxiđ mikiđ.

Undir stjórn Jonna hefur liđ KA fest sig í sessi sem öflugt liđ í deild ţeirra bestu auk ţess sem ađ KA liđiđ fór í úrslitaleik bikarkeppninnar á síđasta ári og hefur undanfarin tvö tímabil keppt í úrslitakeppninni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Jonni stýrđi kvennaliđi KA/Ţórs á árunum 2016-2019 ţar sem hann vann afar gott og mikilvćgt starf í ţeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stađ hjá KA/Ţór en undir stjórn Jonna fóru stelpurnar upp í efstu deild og fóru auk ţess í undanúrslit bikarkeppninnar.

Ţar áđur var Jonni í Kristiansund í Noregi frá árinu 2010 ţar sem hann bćđi stýrđi og lék međ liđi Kristiansund. Hann vakti mikla athygli í Noregi fyrir framgöngu sína og sagđi Manchester United gođsögnin Ole Gunnar Solskjćr međal annars ađ Jónatan vćri besti handboltaţjálfari í heimi og ađ hann vćri međ stórkostlegt viđhorf bćđi til íţróttarinnar sem og til sinna leikmanna.


Jonni á sínu fyrsta tímabili međ meistaraflokk 1997-1998

Jonni sem er uppalinn í KA tók ungur sín fyrstu skref í meistaraflokki félagsins og varđ strax lykilmađur í öflugu liđi KA tímabiliđ 1997-1998 ađeins 17 ára gamall. Á vellinum sýndi hann mikla leiđtogahćfileika og tók fljótlega viđ sem fyrirliđi liđsins. Međ KA varđ Jonni Íslandsmeistari áriđ 2002, Bikarmeistari 2004 og Deildarmeistari 1998 og 2001.

Kominn í Akureyri Handboltafélag og baráttan alltaf sú sama

Áriđ 2006 gekk hann í rađir franska liđsins St. Raphael en eftir erfiđ meiđsli og komu fyrsta barns hans og eiginkonu hans, Sigurborgar Bjarnadóttur, sneri hann aftur heim og gekk í rađir sameinađs liđs Akureyrar Handboltafélags. Međ Akureyri fór Jonni fyrir liđinu sem fyrirliđi en Jonni á félagsmet Akureyrar yfir flest mörk í einum leik er hann gerđi 15 mörk í sigri Akureyrar á Víking áriđ 2009.


Jonni tryggir framlengingu á Hlíđarenda međ flautumarki

Ţađ verđur skrýtin sjón ađ sjá handboltastarfiđ nćsta vetur hjá okkur KA mönnum án Jonna en viđ erum á sama tíma afar stolt af ţessu frábćra skrefi sem hann er ađ taka og ljóst ađ Skövde menn eru ađ detta í lukkupottinn. Jonni er án nokkurs vafa einn allra efnilegasti ţjálfarinn í handboltaheiminum í dag og óskum viđ honum alls hins besta og ţökkum honum fyrir hans ómetanlega framlag til félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband