Flýtilyklar
KA-varp
- Áhorf: 517 ()
- Dags.: 12.04.2015
- Skrá: https://www.youtube.com/watch?v=beM8KdIpBe8
FH - KA 0-3, Coca-Cola Bikarinn 2001
1. deildarlið KA mætti sterku liði FH í undanúrslitum Coca-Cola Bikarsins sumarið 2001. Flestir reiknuðu með sigri FH en með magnaðri spilamennsku fór KA með öruggan sigur af hólmi. Hreinn Hringsson kom KA yfir í fyrri hálfleik áður en Ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson bættu við mörkum í síðari hálfleik.
- KA fótboltasumarið 2019
KA náði sínum besta árangri frá árinu 2002 þegar liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2019. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Hallgrímur Mar Steingrímsson var markahæsti leikmaður liðsins með 14 mörk og Elfar Árni Aðalsteinsson gerði 13.
- KA fótboltasumarið 2018
KA festi sig í sessi sem Pepsideildar lið er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar sumarið 2018. Þetta var annað tímabil félagsins í efstu deild eftir að hafa áður leikið 12 ár í næst efstu deild. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Ásgeir Sigurgeirsson var markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk. Myndefni: Stöð 2 Sport Klipping: Ágúst Stefánsson Tónlist: Move Along - All American Rejects
- Þór - KA 0-3 (24. september 2016), mörkin
KA mætti á Þórsvöll í lokaumferð Inkasso deildarinnar þann 24. september 2016. Fyrir leikinn hafði KA tryggt sér sigur í deildinni en Þórsarar höfðu misst af tækifærinu á að komast í deild þeirra bestu, það var því aðeins bæjarstoltið undir í leiknum.
Strax frá upphafi voru KA-menn betri aðilinn hvort sem það var á vellinum eða í stúkunni og strax á 4. mínútu skoraði Almarr Ormarsson fyrsta markið fyrir KA. Skömmu síðar eða á 11. mínútu tvöfaldaði Juraj Grizelj forystuna í 2-0 með laglegu marki.
Það var svo bara tímaspursmál hvenær þriðja markið myndi koma og það kom loksins á 86. mínútu þegar Bjarki Þór Viðarsson kom boltanum í netið og öruggur 0-3 sigur staðreynd annað árið í röð á Þórsvelli!
Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport í lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar.
- KA - Leiknir F. 4-0 (11. ágúst 2016), mörkin
KA vann magnaðan 4-0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Akureyrarvelli þann 11. ágúst 2016 í 15. umferð Inkasso deildarinnar.
1 – 0 Aleksandar Trninic (’45) Stoðsending: Elfar
2 – 0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’59) Stoðsending: Juraj
3 – 0 Aleksandar Trninic (’71) Stoðsending: Grímsi
4 – 0 Ólafur Aron Pétursson (’91) Stoðsending: Bjarki