10 KA menn héldu út gegn Blikum

Fótbolti
10 KA menn héldu út gegn Blikum
Martinez hélt hreinu í dag (mynd: Ţ.Tr)

KA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni í dag eftir HM hlé ţegar Breiđablik kom norđur á Greifavöllinn. Leikurinn var liđur í 10. umferđ deildarinnar og var ljóst fyrir leik ađ KA ţyrfti eitthvađ útúr leiknum enda var liđiđ í 10. sćti fyrir leikinn.

KA 0 - 0 Breiđablik
Aleksandar Trninic, KA - Rautt ('51)

Gestirnir úr Kópavogi hafa veriđ öflugir í sumar og slógu nýveriđ út Íslandsmeistar Vals í bikarnum. KA liđiđ byrjađi leikinn betur og gekk gestunum mjög erfiđlega ađ koma boltanum í spil á upphafsmínútunum. Elfar Árni Ađalsteinsson fékk svo úrvalsfćri ţegar hann fékk fyrirgjöf einn gegn Gunnleifi en skalli hans var ekki nćgilega góđur og fór framhjá.

Breiđablik kom sér betur í takt viđ leikinn er á leiđ en KA var ţó meira ógnandi. Ţegar um kortér var liđiđ af leiknum var mikill darrađardans í teig Blika en ţeir grćnklćddu vörđust vel og tókst okkar liđi ekki ađ koma skoti á markiđ.

KA varđ svo fyrir áfalli ţegar Hallgrímur Jónasson ţurfti ađ fara af velli vegna meiđsla á 20. mínútu. Guđmann Ţórisson kom inná í hans stađ en hann hefur einnig veriđ ađ kljást viđ meiđsli. Í kjölfariđ hélt KA áfram ađ ógna og voru bćđi Ásgeir Sigurgeirsson og Elfar Árni ađgangsharđir viđ mark Blika en án árangurs og var stađan ţví 0-0 ţegar flautađ var til hálfleiks.

Aleksandar Trninic gerđi sig sekan um mjög klaufaleg mistök ţegar hann braut af sér í upphafi síđari hálfleiks og uppskar sitt seinna gula spjald og ţar međ rautt. Ţrátt fyrir ađ vera manni fćrri hélt KA liđiđ áfram ađ sćkja af krafti en ţađ gerđu gestirnir einnig og var leikurinn opnari og skemmtilegri fyrir vikiđ.

Cristian Martinez var traustur í marki KA og varđi í nokkur skipti mjög vel. Besta fćri leiksins fékk hinsvegar Bjarni Mark Antonsson ţegar boltinn datt fyrir framan hann inn í teignum en hann ţurfti ađ skjóta međ öfugum fćti og hitti ekki á markiđ.

Blikarnir tóku yfir leikinn síđari hluta síđari hálfleiks og reyndu hvađ ţeir gátu til ađ finna sigurmarkiđ. Á lokaandartökum venjulegs leiktíma fengu gestirnir hornspyrnu og náđi Martinez á magnađan hátt ađ skutla sér til hliđar og slá skalla ţeirra frá markinu.

Sem betur fer kom markiđ ekki og KA innbyrti ţar međ gott stig en ţađ tók klárlega kraft úr liđinu ađ spila nćr allan síđari hálfleikinn manni fćrri gegn vel spilandi liđi Blika. KA er ţví komiđ međ 9 stig í baráttunni og greinilegt ađ öll stig gríđarlega mikilvćg í ţessari jöfnu deild.

Nivea KA-mađur leiksins: Cristian Martinez (Cristian hefur fengiđ gagnrýni í sumar en hann var frábćr í dag, sýndi öryggi og varđi nokkur mjög krefjandi skot í leiknum. Frábćrt ađ sjá til kappans í dag og vonandi ţađ sem koma skal.)


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband