4. flokkur KA Íslandsmeistari (myndir og myndband)

Fótbolti
4. flokkur KA Íslandsmeistari (myndir og myndband)
Íslandsmeistarar 2020! (mynd: EBF)

Strákarnir í 4. flokki gerđu sér lítiđ fyrir og unnu 3-2 baráttusigur í úrslitaleik Íslandsmótsins sem fram fór á Greifavellinum í dag og hömpuđu ţar međ sjálfum Íslandsmeistaratitlinum. Strákarnir sýndu mikinn karakter eftir ađ hafa lent undir og sneru leiknum sér ívil.

KA tók á móti Stjörnunni í leik dagsins en fyrir leikinn í dag voru Stjörnumenn ósigrađir í allt sumar og höfđu međal annars unniđ 6-2 sigur á liđi KA. En ţađ býr mikill karakter í strákunum okkar og ţeir hafa bćtt sig jafnt og ţétt í allt sumar og ţeir sýndu hvađ í ţeim býr á stóra sviđinu.


Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hér er hćgt ađ sjá mörkin úr leiknum

Ţađ voru ađ vísu gestirnir sem náđu forystunni á 30. mínútu ţrátt fyrir ađ KA hafi fengiđ nokkur úrvalsfćri. Strákarnir létu ţađ hinsvegar ekki fá á sig og ţeir voru ekki lengi ađ svara fyrir sig međ marki ađeins tveimur mínútum síđar ţegar Gabriel Lukas Freitas Meira kom boltanum í netiđ eftir mikiđ klafs í teignum uppúr aukaspyrnu. Stađan var ţví jöfn 1-1 ţegar liđin gengu til búningsherbergja sinna.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

KA tók svo forystuna strax í upphafi síđari hálfleiks eftir frábćra sendingu innfyrir vörn gestanna og Elvar Máni Guđmundsson renndi boltanum í netiđ af stakri snilld eftir ađ hafa leikiđ á markvörđ Stjörnunnar. En gestirnir gáfust ekki upp og ţeir jöfnuđu metin ţegar Elmar Freyr Hauksson gerđi sitt annađ mark á 61. mínútu.

Aftur voru strákarnir hinsvegar snöggir ađ svara fyrir sig en ţeir uppskáru vítaspyrnu tćpri mínútu síđar sem Dagbjartur Búi Davíđsson skorađi úr af öryggi og tryggđi 3-2 sigur okkar liđs. Frábćru sumri hjá mögnuđu liđi lauk ţví međ ţeim stóra og ekki spurning ađ ţetta liđ okkar á svo sannarlega framtíđina fyrir sér!


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum

Íslandsmeistarar KA í 4. flokki 2020
Almar Örn Róbertsson, Andri Valur Finnbogason, Askur Nói Barry, Dagbjartur Búi Davíđsson, Dagur Árni Heimisson, Elvar Máni Guđmundsson, Gabriel Lukas Freitas Meira, Helgi Már Ţorvaldsson, Ívar Arnbro Ţórhallsson, Jóhann Mikael Ingólfsson, Konráđ Birnir Gunnarsson, Magnús Dagur Jónatansson, Magnús Máni Sigursteinsson, Máni Dalstein Ingimarsson, Mikael Breki Ţórđarson, Sigursteinn Ýmir Birgisson, Ţórir Örn Björnsson, Valdimar Logi Sćvarsson og Örn Ingvarsson.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband