Andri Snćr ađstođarţjálfari mfl. karla

Handbolti
Andri Snćr ađstođarţjálfari mfl. karla
Haddur og Andri handsala samninginn

Andri Snćr Stefánsson verđur ađstođarţjálfari meistaraflokks karla á nćsta handboltavetri og kemur ţar međ inn í teymiđ hjá Halldóri Stefáni Haraldssyni ađalţjálfara liđsins. Ţađ er klárt ađ ţađ er gríđarlega sterkt ađ fá jafn reynslumikinn mann eins og Andra inn í ţjálfarateymi meistaraflokks.

Andra Snć ţarf vart ađ kynna fyrir KA fólki en hann er uppalinn hjá félaginu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki međ KA tímabiliđ 2003-2004. Međ KA lék Andri Snćr 166 leiki í deild, bikar og Evrópu og var hann fyrirliđi liđsins til fjölda ára.

Andri er auk ţess leikjahćsti leikmađur sameiginlegs liđs Akureyrar ţar sem hann lék 222 leiki en liđiđ var starfrćkt á árunum 2006 til 2017. Ţá lék hann einnig međ danska liđinu Odder árin 2010 og 2011.

Andri byrjađi snemma í ţjálfun yngriflokka hjá KA og tók svo viđ stjórn ungmennaliđs KA á árunum 2017-2020 ţar sem liđiđ vann sigur í 2. deildinni veturinn 2018-2019 og festi sig í sessi í Grill66 deildinni tímabiliđ eftir.

Í kjölfariđ tók hann viđ meistaraflokksliđi KA/Ţórs og á fyrsta tímabili liđsins undir stjórn Andra, veturinn 2020-2021, skrifađi liđiđ söguna upp á nýtt í kvennahandboltanum á Akureyri en stelpurnar hömpuđu sínum fyrstu stóru titlum er liđiđ varđ Íslandsmeistari, Bikarmeistari, Deildarmeistari auk ţess ađ vera Meistari Meistaranna og var ţví handhafi allra stóru titlanna í handboltanum á sama tíma.

Í kjölfariđ náđi liđiđ sínum nćstbesta árangri veturinn 2021-2022 ţegar stelpurnar enduđu í 3. sćti Olísdeildarinnar ađeins tveimur stigum frá toppsćtinu auk ţess sem liđiđ fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og bikarkeppninnar.

Miklar breytingar urđu á liđinu fyrir tímabiliđ 2022-2023 og fengu margir ungir leikmenn ađ spreita sig og taka mikla ábyrgđ í leikjunum. Stelpurnar enduđu ađ lokum í 6. sćti deildarinnar og féllu úr leik í úrslitakeppninni eftir oddaleik. Andri lét stađar numiđ hjá KA/Ţór eftir ţann vetur en á nýliđnum vetri ţjálfađi Andri 5. flokk karla hjá KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband