Annar stórsigur Ţórs/KA á heimavelli

Fótbolti
Annar stórsigur Ţórs/KA á heimavelli
Fullt hús stiga! (mynd: Sćvar Geir)

Ţór/KA byrjar sumariđ heldur betur af krafti en liđiđ vann í dag 4-0 stórsigur á ÍBV á Ţórsvelli. Leikurinn var liđur í 2. umferđ Pepsi Max deildarinnar en í fyrstu umferđ vannst afar sannfćrandi 4-1 sigur á liđi Stjörnunnar.

Ţór/KA 4 - 0 ÍBV
1-0 Margrét Árnadóttir ('18)
2-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('21)
3-0 Margrét Árnadóttir ('33)
4-0 Karen María Sigurgeirsdóttir ('45)

ÍBV vann 4-3 sigur á Ţrótti í fyrstu umferđ og var spáđ góđu gengi í sumar ţannig ađ flestir reiknuđu međ krefjandi leik í dag. Ţrátt fyrir rólega byrjun kom ţó annađ á daginn og stelpurnar unnu frábćran sigur.

Fyrsta markiđ kom á 18. mínútu ţegar Margrét Árnadóttir lagđi boltann laglega í netiđ eftir ađ Auđur í marki gestanna hafđi slegiđ fyrirgjöf Huldu Óskar út í teiginn. Margrét stađsetti sig fullkomlega og ekki leiđ á löngu uns stađan var orđin 2-0.

Ţremur mínútum síđar skallađi fyrirliđinn sjálfur, Arna Sif Ásgrímsdóttir, boltann í netiđ eftir góđa sendingu frá Karen Maríu. Liđ ÍBV reyndi hvađ ţađ gat ađ svara en varnarlína okkar liđs stóđ vel fyrir sínu og hleypti engu í gegn.

Margrét Árnadóttir gerđi svo sitt annađ mark á 33. mínútu ţegar hún negldi boltanum alveg útviđ stöng eftir frábćran undirbúning hjá Maríu Catharinu. Stađan var ţví orđin erfiđ fyrir gestina og hún varđ enn verri rétt fyrir hlé ţegar Karen María Sigurgeirsdóttir gerđi fjórđa mark Ţórs/KA međ mögnuđu skoti eftir ađ boltanum hafđi veriđ skallađ frá marki gestanna.

Stađan var ţví 4-0 í hálfleik og leiknum í raun lokiđ. Síđari hálfleikur var bara formsatriđi, bćđi liđ fengu sín fćri en inn vildi boltinn ekki ţrátt fyrir ágćtar tilraunir og ţrjú örugg stig í höfn.

Stelpurnar eru ţví međ fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og markatöluna 8-1. Ekki nóg međ ađ stigasöfnunin og markaskorunin sé góđ ţá verđur ađ segjast ađ spilamennska liđsins jafnt í vörn sem sókn sé til fyrirmyndar. Ţađ ćtti ţví engan bilbug ađ finna á okkar liđi ţegar stelpurnar sćkja Valskonur heim í nćstu umferđ.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband