Auður, Lilja og Stefán í landsliðsverkefni í strandblaki

Blak
Auður, Lilja og Stefán í landsliðsverkefni í strandblaki
Auður og Lilja keppa saman fyrir Íslands hönd

KA á þrjá fulltrúa sem munu spila á strandblaksmóti á vegum NEVZA í Manchester í Englandi dagana 24.-28. júní næstkomandi. Ísland sendir alls sjö lið til leiks og fara því 14 ungmenni á mótið á vegum Íslands.

Þær Auður Pétursdóttir og Lilja Rut Kristjánsdóttir mynda eitt lið og þá keppir Stefán Máni Hákonarson með honum Sigurði Kára Harðarsyni úr Hamri. Það er ljóst að það er spennandi mót framundan en auk Íslands keppa lið frá Írlandi, Skotlandi, Englandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

Aðalþjálfari liðanna er Borja González og honum til aðstoðar er Matthildur Einarsdóttir. Óskum okkar flottu fulltrúum til hamingju sem og góðs gengis á mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband