Bikarmót BLÍ í 2. og 3. flokki í KA-heimilinu um helgina

Blak
Um helgina fer fram bikarmót Blaksambands Íslands í 2. og 3. flokks í KA heimilinu.
Þátttökulið í mótinu eru 14 og koma frá KA, Þrótti Neskaupstað, HK og Stjörnunni. Mótið hefst kl. 14 í dag og verður spilað til rúmlega 19 í kvöld. Mótinu lýkur á fjórða tímanum á morgun, sunnudag.
Fjögur lið eru skráð til leiks í 3. flokki drengja og fjögur lið í 3. flokki stúlkna. Í 2. flokki stúlkna eru fjögur lið en ekkert lið í 2. flokki pilta.
Spilað verður upp á þrjár unnar hrinur í bikarkeppninni og verða síðustu leikir á morgun leiknir á miðvellinum í KA heimilinu.
Allir áhugamenn um blakíþróttina eru hvattir til að koma í KA-heimilið um helgina og fylgjast með blakmönnum framtíðarinnar.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband