Blakdeild KA í æfingaferð á Spáni

Blak
Blakdeild KA í æfingaferð á Spáni
Fríður hópur í Leifstöð í gærmorgun

Úrslitakeppnin í blakinu er framundan þar sem karla- og kvennalið KA stefna á að verja Íslandsmeistaratitla sína. Til að undirbúa sig fyrir stærstu leiki tímabilsins fóru bæði lið í æfingaferð til Alicante á Spáni en hópurinn hélt utan í gær, þriðjudag.

Bæði lið munu leika æfingaleiki við sterk spænsk lið og stefnum við á að sýna alla leikina beint á KA-TV á YouTube. Sérstaklega bendum við á leik kvennaliðs KA gegn Sant Joan á föstudagsmorgun en með liðinu leikur Jóna Margrét Arnarsdóttir sem var meðal annars kjörin íþróttakona KA árið 2022.

Leikjaplanið

Miðvikudagur 27. mars
16:45 Cartagena - KA karla
19:00 Elche Finestrat - KA kvenna

Fimmtudagur 28. mars
16:00 Cartagena - KA kvenna
18:00 Benidorm - KA karla

Föstudagur 29. mars
9:45 Sant Joan - KA kvenna
12:00 Almoradi - KA karla

Smelltu hér til að opna YouTube rás KA-TV


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband