Fréttir

Myndaveisla frá bikarúrslitaleiknum

KA mætti Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á dögunum en KA var þarna að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni. Því miður voru úrslitin ekki okkur að skapi en við getum engu að síður verið afar stolt af framgöngu okkar bæði innan sem utan vallar
Lesa meira

Fyrrum fyrirliðar spá KA sigri

Á morgun, laugardag, er komið að stærsta leik sumarsins þegar KA og Víkingur mætast í sjálfum bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16:00. KA er að leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ í fjórða skiptið í sögunni og í fyrsta skiptið frá árinu 2004
Lesa meira

KA upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn

Stærsti leikur ársins er á laugardaginn þegar KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. KA er að leika til úrslita í fjórða skiptið í sögunni og í fyrsta skiptið frá árinu 2004. Það er því heldur betur spenna í loftinu og ljóst að enginn stuðningsmaður ætti að láta þessa veislu framhjá sér fara
Lesa meira

Þorsteinn Már heiðursgestur KA á úrslitaleiknum

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður
Lesa meira

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 16. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Miðasala er nú farin af stað en miðasalan fer öll í gegnum Tix.is, athugið að ekki er hægt að kaupa miða á vellinum eða á öðrum stöðum
Lesa meira

Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA

Vetrarstarfið í fótboltanum fer nú senn að hefjast og birtum við hér vetrartöflur knattspyrnudeildar. Við ítrekum þó að það er afar mikilvægt að allir notist við Sportabler þar sem æfingar geta tekið breytingum, sérstaklega helgaræfingar vegna mótahalds í Boganum
Lesa meira

KA selur Þorra Mar til Öster

Þorri Mar Þórisson er genginn í raðir sænska liðsins Öster en hann hefur staðist læknisskoðun félagsins og skrifaði undir samning nú í morgun. Þorri skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026 en Öster kaupir Þorra af KA og er hann fimmti leikmaður okkar sem við seljum út síðustu sex árin
Lesa meira

Club Brugge - KA kl. 18:00 í kvöld!

KA sækir stórlið Club Brugge heim í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA klukkan 18:00 í kvöld á Jan Breydelstadion í Brugge í Belgíu. Það má búast við ansi krefjandi leik en lið Brugge er fornfrægt lið sem fór í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð
Lesa meira

KA sló út Dundalk! Club Brugge bíður

KA gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar UEFA eftir 5-3 samanlagðan sigur á Írska liðinu Dundalk. KA vann fyrri leik liðanna 3-1 á Framvellinum fyrir viku og voru strákarnir því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fór fram á troðfullum Oriel Park í Dundalk
Lesa meira

Árni Veigar til liðs við KA

Árni Veigar Árnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn félaginu út árið 2026. Árni sem er 16 ára gamall kemur til liðs við okkur frá Hetti/Huginn og er gríðarlega spennandi og efnilegur leikmaður
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband