Einar Rafn markakóngur Olísdeildarinnar

Handbolti
Einar Rafn markakóngur Olísdeildarinnar
Annađ áriđ í röđ!

Einar Rafn Eiđsson gerđi sér lítiđ fyrir og tryggđi sér markakóngstitilinn í Olísdeildinni annađ áriđ í röđ. Ţetta er ótrúlegt en satt fjórđa áriđ í röđ sem ađ KA á markakóng deildarinnar en allir eru ţeir örvhentir, sem er mögnuđ stađreynd!

Einar gerđi alls 151 mark í deildinni í vetur sem gera 6,86 mörk ađ međaltali í leik. Eins og áđur segir er ţetta annađ áriđ í röđ sem Einar er markakóngur deildarinnar en ţetta er í ţriđja skiptiđ sem Einar hampar ţessum titli en hann varđ einnig markakóngur međ FH tímabiliđ 2015-2016.

Óđinn Ţór Ríkharđsson varđ markakóngur međ KA veturinn 2021-2022 en ţar áđur var ţađ Árni Bragi Eyjólfsson sem var markakóngur. Ţetta er alls í tíunda skiptiđ sem markakóngur efstu deildar í handboltanum kemur úr röđum KA, en Bjarni Fritzson varđ markakóngur 2011-2012 međ sameiginlegu liđi Akureyrar Handboltafélags sem lék undir merkjum KA og Ţórs.

Ţar áđur varđ Halldór Jóhann Sigfússon markakóngur tímabiliđ 2004-2005 og var ţađ annađ áriđ í röđ sem markakóngur deildarinnar kom úr röđum KA en Arnór Atlason varđ hlutskarpastur veturinn 2003-2004.

Fyrsti markakóngur KA var Valdimar Grímsson er hann gerđi 9,9 mörk ađ međaltali í leik tímabiliđ 1993-1994 og hefur enginn toppađ ţađ afrek síđar. Áriđ eftir var ţađ Patrekur Jóhannesson sem varđ markahćstur og loks var ţađ Róbert Julian Duranona sem tryggđi KA titilinn ţriđja áriđ í röđ veturinn 1995-1996.

Hér má sjá lista yfir markakónga KA í efstu deild:

Einar Rafn Eiđsson
2022-2023

Einar Rafn Eiđsson hélt uppteknum hćtti örvhentra leikmanna KA er hann varđ markakóngur Olísdeildarinnar veturinn 2022-2023. Einar Rafn steig heldur betur upp og fór fyrir ungu liđi KA er hann skorađi 162 mörk í 22 leikjum sem gera 7,36 mörk ađ međaltali í leik. Ţetta er í annađ skiptiđ sem Einar hampar titlinum en hann var markakóngur međ liđi FH tímabiliđ 2015-2016.

Óđinn Ţór Ríkharđsson
2021-2022

Óđinn Ţór Ríkharđsson gekk í rađir KA fyrir tímabiliđ 2021-2022 frá liđi Team Tvis Holstebro í Danmörku. Hann sló heldur betur í gegn en ótrúleg skottćkni hans hreif stuđningsmenn KA strax í fyrsta leik og rađađi hann inn mörkunum. Hann varđ ađ lokum markakóngur Olísdeildar karla en hann gerđi alls 149 mörk í 21 leik sem gera 7,1 mark ađ međaltali í leik. Óđinn var auk ţess í liđi ársins hjá HBStatz í hćgra horni.

Árni Bragi Eyjólfsson
2020-2021

Árni Bragi Eyjólfsson sneri aftur norđur fyrir tímabiliđ 2020-2021 en hann hafđi leikiđ međ yngriflokkum félagsins áđur en hann gekk til liđs viđ Aftureldingu. Hann spilađi gríđarlega vel í liđi KA sem steig stórt skref fram á viđ međ sćti í úrslitakeppninni og gerđi Árni Bragi 163 mörk sem gera 7,4 mörk ađ međaltali. Á lokahófi HSÍ var hann kjörinn besti leikmađur deildarinnar auk ţess ađ vera besti sóknarmađurinn.

Bjarni Fritzson
2011-2012

Bjarni Fritzson var eini markakóngur sameiginlegs liđs Akureyrar er hann gerđi 163 mörk veturinn 2011-2012 en ţađ gera 7,7 mörk ađ međaltali í leik. Ţá var Bjarni einnig markahćsti leikmađur í sögu hins sameiginlega liđs en hann gerđi 709 mörk fyrir Akureyri sem var starfrćkt frá árinu 2006 til 2017.

Halldór Jóhann Sigfússon
2004-2005

Halldór Jóhann Sigfússon sneri aftur heim í KA fyrir tímabiliđ 2004-2005 eftir ađ hafa leikiđ međ Friesenheim í Ţýskalandi. Endurkoma Dóra reyndist ansi farsćl en hann varđ markakóngur međ 168 mörk eđa 8,4 mörk ađ međaltali í leik. Dóri hélt aftur út ađ tímabilinu loknu og gekk til liđs viđ Tusem Essen.

Arnór Atlason
2003-2004

Arnór Atlason átti stórkostlegt tímabil međ KA veturinn 2003-2004 ţar sem liđiđ varđ međal annars Bikarmeistari. Ţrátt fyrir ungan aldur fór hann fyrir liđi KA og varđ markakóngur efstu deildar međ 237 mörk sem gera 9,48 mörk ađ međaltali í leik. Arnór var í lok tímabils valinn besti leikmađur deildarinnar og sá efnilegasti og gekk í kjölfariđ í rađir ţýska stórliđsins SC Magdeburgar.

Róbert Julian Duranona
1995-1996

Ţađ vakti mikla athygli ţegar Duranona gekk til liđs viđ KA fyrir tímabiliđ 1995-1996. Hann varđ snemma gríđarlega vinsćll međal stuđningsmanna KA og hann varđ markakóngur efstu deildar á sínu fyrsta tímabili međ liđinu er hann gerđi 194 mörk sem gera 8,8 mörk ađ međaltali í leik. Duranona varđ fyrsti erlendi leikmađurinn sem varđ markakóngur en hann fékk síđar íslenskt ríkisfang. Einnig var hann valinn besti sóknarmađur deildarinnar.

Patrekur Jóhannesson
1994-1995

Patrekur Jóhannesson varđ markakóngur efstu deildar tímabiliđ 1994-1995 ţegar hann gerđi 162 mörk sem gera 7,7 mörk ađ međaltali í leik. Rétt eins og Valdimar áriđ áđur varđ Patrekur markakóngur á sínu fyrsta tímabili međ KA. Patrekur var í lok tímabils valinn besti leikmađur deildarinnar.

Valdimar Grímsson
1993-1994

Valdimar Grímsson varđ fyrsti markakóngur efstu deildar úr röđum KA tímabiliđ 1993-1994. Valdimar gerđi alls 198 mörk sem gera 9,9 mörk ađ međaltali í leik. Valdimar gekk í rađir KA fyrir tímabiliđ og átti stóran ţátt í uppbyggingu liđsins. Liđiđ lék í fyrsta skipti til úrslita í bikarkeppninni og hampađi titlinum svo ári síđar međ Valdimar innan sinna rađa.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband