Frábćr sigur KA/Ţórs á Fram (myndir)

Handbolti
Frábćr sigur KA/Ţórs á Fram (myndir)
Frábćr frammistađa í gćr! (mynd: Egill Bjarni)

Ţađ var stórleikur í Olísdeild kvenna í KA-Heimilinu í gćr er KA/Ţór tók á móti Fram. Liđin sem mćttust tvívegis í úrslitaleik á síđasta ári eru í harđri toppbaráttu og mátti reikna međ spennuţrungnum baráttuleik.

Leikurinn fór jafnt af stađ og allt útlit fyrir ađ leikurinn myndi standa undir vćntingum. Gestirnir náđu tveggja marka forystu er 10 mínútur voru búnar en ţá hrukku stelpurnar okkar í gang og gerđu nćstu fjögur mörk leiksins.

Varnarleikurinn var stórkostlegur og öflugt sóknarliđ Fram átti í stökustu vandrćđum međ ađ finna glufur, ţađ voru helst einstaklingsframtök sem héldu gestunum inn í leiknum. Ţađ virtist ţví ađeins tímaspursmál hvenćr stelpurnar okkar nćđu ađ bćta viđ forskotiđ og ţađ gerđist er rúmar sex mínútur lifđu af fyrri hálfleik. Stađan var 10-9 og nćstu fjögur mörk voru okkar og stađan ţví 14-9 er liđin gengu til hálfleiks.

Egill Bjarni Friđjónsson ljósmyndari var á leiknum og býđur til myndaveislu frá leiknum. Viđ kunnum honum bestu ţakkir fyrir.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Hléiđ stöđvađi svo sannarlega ekki frábćran leik stelpnanna og ţćr héldu áfram ađ hamra járniđ enda járniđ sjóđandi heitt. Eftir rétt rúmar 10 mínútur af síđari hálfleik var munurinn orđinn átta mörk, 21-13, og útlitiđ heldur betur gott.

Fram er međ frábćrlega mannađ liđ og ţeim tókst ađ hleypa smá spennu í leikinn eftir leikhlé. Gestunum tókst ađ minnka muninn niđur í ţrjú mörk er fimm mínútur voru eftir en komust ekki lengra og sigur KA/Ţórs í raun aldrei í alvöru hćttu. Ađ lokum vannst 27-23 sigur og afar sanngjarn sigur stađreynd.

Frábćr tvö stig í hús hjá stelpunum okkar sem tylltu sér á topp deildarinnar ţar sem ţćr sitja ásamt liđi Vals međ 10 stig nú ţegar deildin er hálfnuđ. Fram og Stjarnan eiga eftir ađ mćtast og liđiđ sem vinnur ţann leik verđur einnig međ 10 stig eftir fyrri umferđina. Ţađ stefnir ţví allt í svakalega toppbaráttu og frábćrt ađ sjá okkar liđ ţar á međal.

Varnarleikurinn sem stelpurnar buđu uppá í gćr var stórkostlegur og var hrein unun ađ fylgjast međ baráttunni og aganum sem ţćr sýndu trekk í trekk. Matea Lonac hóf leikinn í markinu en hún hefur átt viđ meiđsli ađ undanförnu og fann sig ekki. Sunna Guđrún Pétursdóttir kom ţví í rammann og hún tók nokkra mikilvćga bolta.

Rut Jónsdóttir fór fyrir sóknarleik okkar liđs og gerđi alls 7 mörk auk ţess sem hún átti ţó nokkrar stođsendingar. Hún varđ fyrir fólskulegu broti á lokamínútunni ţegar úrslitin voru ráđin og vonandi ađ hún nái sér af ţeim meiđslum sem fyrst. Sólveig Lára Kristjánsdóttir kom frábćr inn í vinstri skyttuna og gerđi 5 mörk en hún missti af útileiknum gegn Val á dögunum.

Rakel Sara Elvarsdóttir og Ásdís Guđmundsdóttir gerđu báđar 4 mörk, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2 mörk og ţćr Kristín Ađalheiđur Jóhannsdóttir og Anna Ţyrí Halldórsdóttir gerđu sitt markiđ hvor.

Nćsti leikur liđsins er heimaleikur gegn ÍBV á laugardaginn en Eyjakonur geta međ sigri á Haukum komiđ sér í 9 stig eftir fyrri umferđina og ţví enn einn fjögurra stiga leikurinn framundan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband