Grátlegt jafntefli gegn FH á Greifavellinum

Fótbolti
Grátlegt jafntefli gegn FH á Greifavellinum
Callum skorađi mark okkar í dag (Mynd: Sćvar Geir)

KA tók á móti FH í 15. umferđ Pepsi deildar karla í kvöld á Greifavellinum. Bćđi liđ eru í harđri baráttu um 4. sćtiđ og voru ţví dýrmćt stig í bođi í leik kvöldsins. Cristian Martinez markvörđur KA gat ekki leikiđ vegna meiđsla og ţví lék hinn ungi Aron Elí Gíslason sinn ţriđja leik í sumar.

KA 1 - 1 FH
1-0 Callum Williams ('65)
1-1 Brandur Olsen ('92)

Fyrri hálfleikurinn var ansi tíđindalítill og ansi lítiđ um fćri. KA var ögn sterkari ađilinn en án ţess ţó ađ ná ađ opna vörn gestanna almennilega. Stađan var ţví markalaus er flautađ var til hálfleiks og ósk allra í stúkunni ađ fá ögn meiri skemmtun í ţeim síđari.

Síđari hálfleikur hófst á svipuđum nótum nema ađ FH tók stjórnina. Á 63. mínútu skapađist mikil hćtta er Jákup Thomsen náđi hörkuskoti innan úr teignum en Aron Elí gerđi virkilega vel í markinu og varđi skotiđ í horn.

Stuttu síđar kom fyrsta markiđ og ţađ var enginn annar en Callum Williams sem gerđi ţađ fyrir KA međ skalla eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Strax í kjölfariđ kom líklega besta fćri leiksins ţegar Daníel Hafsteinsson komst einn í gegn en Gunnar Nielsen varđi frá honum.

Í kjölfariđ fór KA liđiđ ađ liggja meira aftur og gaf alls ekki fćri á sér. Hafnfirđingarnir reyndu hvađ ţeir gátu til ađ jafna metin og ţađ kom seint í uppbótartíma ţegar Brandur Olsen átti svakalegt skot fyrir utan teig sem steinlá í netinu og lokatölur 1-1.

Leikurinn í dag var alls ekki mikiđ fyrir augađ en mjög flott ađ sjá skipulagiđ á liđinu og sárgrćtilegt ađ hafa ekki náđ ađ klára leikinn međ ţremur stigum.

Nivea KA-mađur leiksins Callum Williams (Callum var mjög traustur í dag, lokađi vel á sóknir FH liđsins og skorađi markiđ međ laglegum skalla. Callum búinn ađ vera mjög góđur í sumar og gaman ađ sjá ađ hann er farinn ađ skora.)


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband