Harley Willard til liđs viđ KA

Fótbolti
Harley Willard til liđs viđ KA
Velkominn í KA!

Knattspyrnudeild KA fékk góđan liđsstyrk í dag ţegar Harley Bryn Willard skrifađi undir hjá félaginu. Willard er 25 ára gamall framherji frá Skotlandi sem hefur leikiđ á Íslandi frá árinu 2019 og vakiđ verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína.

Willard var hluti af akademíu Arsenal á sínum tíma og lék svo síđar meir međ yngriliđum Southampton. Hann kom loks til Íslands áriđ 2019 og lék međ Víking Ólafsvík í ţrjú sumur, 2019-2021 og var međal annars valinn í liđ ársins í Lengjudeildinni. Međ Víkingum lék hann 68 leiki í deild og bikar og gerđi í ţeim alls 36 mörk.

Í kjölfariđ gekk hann í rađir Ţórsara ţar sem hann lék á nýliđnu sumri. Međ Ţór lék hann 24 leiki og gerđi í ţeim 15 mörk. Í lok tímabils gaf Willard ţađ út ađ hann vildi reyna fyrir sér á stćrra sviđi og erum viđ afar spennt ađ sjá hvernig hann kemur inn í okkar öfluga liđ, velkominn í KA Harley!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband