HK sigrađi KA í Digranesi

Blak

Eftirfarandi frétt birtist á vef BLÍ

Í kvennaflokki bar Þróttur Nes sigurorð af HK nokkuð örugglega 3-0 í Neskaupstað. KA mætti Þrótti Reykjavík í Reykjavík en Þróttur sigraði þann leik örugglega 3-0. Þróttarliðin leiða því viðureignir sínar 1-0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í úrslit Íslandsmótsins.

Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sigursælla í oddahrinunni og var yfir 6-2 og 10-5. HK sigraði hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2 og eru nú 1-0 yfir í viðureigninni.

Einn leikur fer fram á morgun miðvikudag í úrslitakeppninni þegar ÍS mætir Stjörnunni í Ásgarði.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband