KA/Ţór Deildarmeistari (myndir og myndband)

Handbolti
KA/Ţór Deildarmeistari (myndir og myndband)
Deildarmeistarar! (mynd: Jóhann G. Kristinsson)

KA/Ţór gerđi sér lítiđ fyrir og tryggđi sér Deildarmeistaratitilinn um helgina. Stelpurnar sóttu ríkjandi meistara Fram heim í hreinum úrslitaleik og sýndu enn og aftur frábćran karakter ţegar ţćr komu til baka úr erfiđri stöđu og knúđu fram jafntefli sem dugđi til ađ tryggja efsta sćtiđ.

Sigurgleđin var eđlilega allsráđandi enda voru stelpurnar ađ tryggja fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins en í haust hömpuđu ţćr titlinum Meistarar Meistaranna og hafa ţví aldeilis skrifađ nýja sögu í kvennahandboltanum á Akureyri í vetur.


Stelpunum var vel fagnađ ţegar ţćr mćttu norđur međ bikarinn góđa

Leikurinn var jafn til ađ byrja međ en Fram hafđi ţó yfirhöndina. Ţegar leiđ á fyrri hálfleikinn tókst heimastúlkum ađ stinga ađeins af og leiddu 17-12 í hléinu. Varnarleikur okkar liđs og markvarsla var ekki eins og viđ höfum átt ađ venjast í vetur og alveg klárt ađ stelpurnar myndu svara fyrir sig í ţeim síđari.

Enda small ţetta allt saman í ţeim síđari, Fram gerđi ađ lokum ađeins 10 mörk í síđari hálfleiknum og jafnt og ţétt minnkađi forysta ţeirra. Loks tókst ađ jafna metin í 24-24 er tíu mínútur lifđu leiks og eftir ţađ var jafnt á öllum tölum. Stelpurnar náđu ađ standa síđustu vörnina og ţurftu ţví ekki ađ sćkja á markiđ á lokasekúndunum og sigldu heim 27-27 jafntefli og KA/Ţór ţví Deildarmeistari međ betri stöđu í innbyrđisviđureignum sínum gegn Fram.

Rakel Sara Elvarsdóttir átti ótrúlegan leik en hún gerđi 9 mörk og skorađi úr öllum sínum skotum en eins og oft áđur var ţađ Rut Jónsdóttir sem dró vagninn ţegar mest á reyndi en hún skorađi 8 mörk og átti ófáar stođsendingar. Ásdís Guđmundsdóttir gerđi 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Anna Ţyrí Halldórsdóttir 2 og Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1 mark. Matea Lonac steig upp í síđari hálfleik og varđi 7 skot.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Jóhanns G. Kristinssonar frá fagnađarlátunum

Jóhann G. Kristinsson ljósmyndari var á svćđinu og ţökkum viđ honum kćrlega fyrir myndaveislu frá sigurhátíđinni í Safamýri.

Stórkostlegur endir á frábćrri deildarkeppni hjá stelpunum en ţćr hafa frá fyrsta leik í vetur spilađ frábćran handbolta, töpuđu ađeins einum leik og sýndu aftur og aftur frábćran karakter. Framundan er sjálf úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn og verđur heldur betur spennandi ađ fylgjast međ okkar magnađa liđi ţar.

Stelpurnar eru komnar sjálfkrafa í undanúrslitin og hafa heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Nú fá ţćr smá tíma til ađ anda og koma sér niđur á jörđina ţangađ til keppnin um ţann stóra hefst, innilega til hamingju KA/Ţór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband