KA/Ţór í úrslit eftir svakalegan leik (myndaveislur)

Handbolti
KA/Ţór í úrslit eftir svakalegan leik (myndaveislur)
Ţvílíkur karakter í okkar liđi (mynd Egill Bjarni)

KA/Ţór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sćti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gćr. Liđin höfđu unniđ sitthvorn leikinn og ţví ljóst ađ ţađ liđ sem fćri međ sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mćta ţar Val.

Ţeir Ţórir Tryggvason og Egill Bjarni Friđjónsson ljósmyndarar voru á svćđinu og bjóđa til myndaveislu frá ţessum stórkostlega handboltaleik.

Fjölmargir stuđningsmenn lögđu leiđ sína í KA-Heimiliđ og úr varđ magnţrungin stemning frá fyrstu mínútu til hinnar síđustu. Jafnt var á međ liđunum nćr allan tímann og spennustigiđ ansi hátt. Međ öflugum lokakafla í fyrri hálfleik tókst KA/Ţór ađ ná tveggja marka forskoti og leiddi 12-10 er liđin gengu til búningsherbergja sinna.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggva frá leiknum

Útlitiđ var orđiđ ansi gott ţegar kortér lifđi leiks í stöđunni 18-15 en ţá kom erfiđur kafli ţar sem ÍBV sneri leiknum sér ívil og tók forystuna í 19-20. Enn leiddi ÍBV er fimm mínútur voru eftir en stelpurnar okkar eru alls ekki ţekktar fyrir ađ leggja árar í bát og ţćr gerđu nćstu tvö mörk og tóku forystuna á ný.

Ţađ var skrifađ í skýin ađ ţađ ţyrfti ađ framlengja leikinn og ţađ varđ raunin eftir ađ vítakast geigađi hjá okkar liđi á síđustu mínútunni og ÍBV átti skot í slá og út er leiktíminn var liđinn. Í framlengingunni fóru markverđir liđanna áfram á kostum og varđ hvert mark ţví ansi mikilvćgt. Stađan var jöfn 26-26 eftir fyrri hálfleik framlengingar en í ţeirri síđari tókst stelpunum ađ kreista fram 28-27 sigur og sigurgleđin sem braust út var stórkostleg.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

KA/Ţór heldur ţví áfram ađ skrifa söguna upp á nýtt og leikur í fyrsta skiptiđ til úrslita í úrslitakeppninni auk ţess sem ađ liđiđ er Deildarmeistari og Meistari Meistaranna. Fyrsti leikurinn í einvíginu gegn Val verđur á miđvikudaginn í KA-Heimilinu. Vinna ţarf tvo leiki til ađ hampa Íslandsmeistaratitlinum og ef til oddaleiks kemur verđur hann á heimavelli enda stelpurnar međ heimaleikjarétt.

Matea Lonac fór hamförum í leiknum og varđi 23 skot. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahćst međ 6 mörk og Ásdís Guđmundsdóttir gerđi 5 mörk, ţar af tvö úr vítum. Rut Arnfjörđ Jónsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir gerđu 4 mörk hvor, Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Sólveig Lára Kristjánsdóttir gerđu báđar 3 mörk, Anna Ţyrí Halldórsdóttir gerđi 2 mörk og Kristín Ađalheiđur Jóhannsdóttir gerđi 1 mark.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband