Markalaust gegn FH

Fótbolti
Markalaust gegn FH
Mynd - Ţórir Tryggva.

KA og FH gerđu í dag markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í 13. umferđ Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var tíđindalítill og úrslit leiksins sanngjörn.

KA 0 – 0 FH

Liđ KA:

Rajko, Hrannar Björn, Vedran, Callum, Darko, Aleksandar, Almarr, Hallgrímur Mar, Steinţór Freyr, Emil Lyng og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Dagur, Ólafur Aron, Ásgeir, Davíđ Rúnar, Daníel, Archange og Bjarki Ţór.

Skiptingar:

Elfar Árni út – Ásgeir inn (’72)
Steinţór Freyr út – Ólafur Aron inn (’78)
Hallgrímur Mar út – Archange inn (’91)

Leikurinn í dag hófst ekki líkt og síđustu ţrír heimaleikir KA ţar sem mörkin hrundu inn á upphafsmínútunum heldur var jafnrćđi međ liđunum fyrsta hálftíma leiksins og virkuđu bćđi liđ frekar varnfćrnisleg í ađgerđum sínum.

Á 38. mínútu átti Emil Lyng laglegan sprett upp miđjan völlinn og lét vađa á markiđ af ţónokkru fćri en skotiđ fór rétt framhjá markinu. Ekki er hćgt ađ fara mörgum orđum um ţennan fyrri hálfleik og voru bćđi liđ ólíkleg í sóknarleik sínum og tempóiđ í leiknum lítiđ. Stađan í hálfleik ţví markalaus.

Síđari hálfleikur hófst eins og sá fyrri á rólegu nótunum. Jafnrćđi og lítiđ um marktćkifćri. Á 57. mínútu áttu hins vegar gestirnir úr Hafnarfirđi hćttulegt fćri ţegar ađ Ţórarinn Ingi átti skalla í slá eftir flotta sendingu frá Davíđ Ţór utan af kannti. Liđin skiptust á ađ sćkja á hvort annađ ţađ sem eftir lifđi leiks en allt kom fyrir ekki og úrslit leiksins 0-0.

Nivea KA-mađur leiksins: Vedran Turkalj (Flottur fyrsti leikur hjá Vedran fyrir KA. Hann og Callum stóđu sig vel í vörn KA í dag og héldu sóknarmönnum FH í skefjum. Almarr var einnig öflugur í dag.)

Nćsti leikur KA er á miđvikudaginn nćstkomandi ţegar ađ liđiđ fer suđur yfir heiđar og heimsćkir Fjölnismenn í Grafarvoginn. Sá leikur hefst kl. 18.00 og hvetjum viđ alla KA menn ađ fjölmenna á ţann leik. Áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband