Markalaust gegn ÍA

Fótbolti
Markalaust gegn ÍA
Rajko hélt hreinu í dag (Mynd: Ţórir Tryggva)

KA og ÍA gerđu í kvöld markalaust jafntefli í 7. umferđ Pepsi-deildarinnar.

KA 0 – 0 ÍA

Liđ KA:

Rajko, Hrannar Björn, Aleksandar, Callum, Darko, Almarr, Ólafur Aron, Ásgeir, Hallgrímur Mar, Emil og Elfar Árni.

Bekkur:

Aron Dagur, Baldvin, Ívar Örn, Daníel, Bjarni, Bjarki Ţór og Frosti.

Skiptingar:

Ólafur Aron út – Daníel inn (’88)

KA stillti fram óbreyttu byrjunarliđi frá sigrinum í Ólafsvík í síđustu umferđ. KA liđiđ mćtti ákaflega vel til leiks og stýrđi leiknum frá A-Ö allann fyrri hálfleikinn. Leikurinn var ađeins 12. mínútu gamall ţegar ađ KA liđiđ vildi fá vítaspyrnu ţegar ađ boltinn fór í hönd varnarmanns ÍA. En dómarinn var ekki á sama máli.

Besta marktćkifćri fyrri hálfleiksins átti Almarr ţegar ađ hann átti skot ađ marki ÍA sem var bjargađ á línu eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Besta marktćkifćri gestanna átti Tryggvi Hrafn ţegar ađ hann átti hörku skot utan teigs en Rajko gerđi vel ađ verja.

KA fékk fjölmargar hornspyrnur í fyrri hálfleik og komumst viđ nokkrum sinnum nálćgt ţví ađ skora en stađan í hálfleik var markalaus. Fyrri hálfleikur var heilt yfir frekar bragđdaufur.

Síđari hálfleikur var ekki heldur mikiđ augnakonfekt og ekki mikiđ um marktćkifćri. Callum Williams komst nćst ţví ađ skora á 62. mínútu ţegar ađ hann skallađi boltann í slá eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Elfar Árni átti einnig góđan skalla eftir fyrirgjöf frá Darko á 80. mínútu leiksins sem Ingvar markvörđur gestanna gerđi vel ađ verja.

KA reyndu ađ sćkja sigurinn undir lokin ekki tókst ţađ í kvöld og lokatölur ţví 0-0. Skagamenn voru ţéttir til baka og greinilegt ađ leikplaniđ var ađ verja stigiđ og tókst ţeim ţađ. Leikurinn í kvöld var afar bragđdaufur og vantađi meiri kraft í KA liđiđ í kvöld til ađ sćkja stigin ţrjú.


Nivea KA-mađur leiksins: Srdjan Rajkovic (Varđi nokkrum sinnum vel í kvöld frá Skagamönnum. Tvisvar frá Tryggva Hrafni, í fyrri hálfleik og ţeim síđari.)

Nćsti leikur KA er á sunnudaginn ţegar ađ liđiđ fer á Hlíđarenda og keppir viđ toppliđ Vals. Leikurinn hefst kl. 17.00 og hvetjum viđ alla KA menn ađ fara suđur yfir heiđar og styđja viđ bakiđ á KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband