Martha markadrottning í Olís kvenna

Handbolti
Martha markadrottning í Olís kvenna
Stórfenglegur vetur ađ baki hjá Mörthu og KA/Ţór

Lokaumferđin í Olís deild kvenna í handboltanum fór fram í kvöld og tók KA/Ţór á móti Stjörnunni. Lítiđ var undir í leiknum en ţađ var ljóst ađ okkar liđ myndi enda í 5. sćti deildarinnar og gestirnir í 6. sćtinu. Ţađ var hinsvegar mikiđ undir á einni vígstöđ en fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir međ eitt mark í forskot í baráttunni um markadrottningstitilinn.

KA/Ţór gerđi fyrsta mark leiksins í ţéttsetnu KA-Heimili en Íslandsbanki og PWC bauđ frítt á leikinn og var mćtingin til fyrirmyndar. En viđ ţurftum ađ bíđa ţó nokkuđ lengi eftir nćsta marki okkar liđs og liđ Stjörnunnar gekk á lagiđ. Skyndilega var stađan orđin 1-7 og útlitiđ ekki gott.

En stelpurnar hafa svo oft sýnt ţađ í vetur ađ ţćr gefast aldrei upp og ţegar leiđ á fyrri hálfleikinn fóru ţćr ađ finna taktinn bćđi varnarlega og sóknarlega auk ţess sem Olgica Andrijasevic fór ađ verja vel í markinu. Hálfleikstölur voru 10-12 fyrir Stjörnunni og stefndi allt í hörku baráttu um sigurinn.

Stelpurnar minnkuđu muninn í 11-12 í upphafi síđari hálfleiks en gestirnir náđu ţá góđum kafla og náđu fjögurra marka forskoti. Aftur tókst stelpunum ađ minnka muninn í 16-17 ţegar kortér var til leiksloka og gríđarleg stemning í húsinu.

Í stađ ţess ađ fá geggjađar og spennandi lokamínútur ţá slökknađi á sóknarleik okkar liđs og Stjarnan fór á endanum međ sannfćrandi 21-27 sigur. Pínu svekkjandi ađ ná ekki heilsteyptari leik fyrir framan alla áhorfendurna sem mćttu á leikinn en stelpurnar veriđ stórkostlegar í vetur og vissulega ekki mikiđ undir í leiknum.

Martha Hermannsdóttir gerđi alls 10 mörk í leiknum og ţađ var nóg til ađ tryggja markadrottningstitilinn en Martha gerđi 138 mörk í 21 deildarleik í vetur. Hún er ansi vel ađ ţessu komin enda veriđ hreint út sagt stórkostleg í vetur hvort sem er sóknarlega eđa varnarlega. Martha lék loksins sinn fyrsta A-landsleik og sýndi enn og aftur hvers megnug hún er.

Viđ viljum óska Mörthu til hamingju međ titilinn en einnig öllum sem koma ađ KA/Ţór liđinu til hamingju međ glćsilegan vetur. Liđinu sem var spáđ neđsta sćti af nćr öllum sérfrćđingum endar í 5. sćti og var miklu nćr ţví ađ fara í úrslitakeppnina heldur en ađ falla nokkurn tímann, algjörlega til fyrirmyndar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband