Myndaveisla frá magnađri endurkomu strákanna

Handbolti
Myndaveisla frá magnađri endurkomu strákanna
Gríđarlega sterkt stig í hús! (mynd: EBF)

KA tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liđsins í ađ verđa mánuđ í KA-Heimilinu í gćr. Strákarnir höfđu stađiđ í ströngu í Austurríki í Evrópuverkefninu gegn liđi HC Fivers og spurning hvort ađ ţađ verkefni sem og ferđalagiđ hafi stađiđ ađeins í mönnum.

Gestirnir byrjuđu nefnilega leikinn mun betur og gerđu fjögur fyrstu mörkin. Stjörnumenn héldu áfram ađ bćta í og vantađi heldur betur neista í okkar liđ. Ekki hjálpađi til ađ Arnór Freyr Stefánsson í marki gestanna átti frábćran leik framan af auk ţess ađ KA tapađi boltanum sjö sinnum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn ađeins einu sinni.

Jafnvćgi komst í leikinn um miđbik fyrri hálfleiks og var stađan 8-14 ţegar liđin gengu inn til búningsherbergja sinna. Stađan vissulega ekki góđ og útlitiđ svart gegn sterku liđi Stjörnumanna.

En viđ ţekkjum ţađ ansi vel ađ ţađ er gífurlegur karakter í okkar liđi og ţá búa ótrúlegir töfrar í KA-Heimilinu. Ţegar 20 mínútur lifđu leiks var munurinn áfram sex mörk en mest hafđi hann fariđ í sjö mörk. Ţá kviknađi heldur betur líf í strákunum og mögnuđ stemning myndađist á pöllunum.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Forskotiđ gufađi upp og skyndilega gífurleg spenna í leiknum og enn nćgur tími til leiksloka. Loks tókst ađ jafna metin er rúmar fimm mínútur lifđu leiks í stöđunni 26-26. Í kjölfariđ komst KA liđiđ yfir í 27-26 er ţrjár og hálf mínúta var eftir. Smá klaufagangur gaf gestunum tćkifćri á ađ endurheimta forystuna í 27-28 og aftur í 28-29.

Patrekur Stefánsson jafnađi metin á lokamínútunni í 29-29 og fengu Stjörnumenn tćkifćri á ađ ná sigurmarkinu. Ţađ gekk ekki og strákarnir brunuđu fram í sókn. Einar Rafn Eiđsson náđi ađ skora stórkostlegt mark úr ţröngri stöđu en lokaflautiđ gall á međan boltinn var á leiđ í netiđ og taldi markiđ ţví ekki.

Ótrúlegt jafntefli ţví niđurstađan og eiga strákarnir heldur betur gífurlegt hrós skiliđ fyrir endurkomuna. Međ smá heppni hefđu ţeir getađ stoliđ sigrinum en viđ sćttum okkur svo sannarlega viđ stigiđ. Ţađ var greinileg ţreyta í hópnum en enn og aftur sjáum viđ karakterinn ađ gefast ekki upp.

Patrekur Stefánsson og Dagur Gautason voru markahćstir međ 7 mörk en Dagur gerđi 2 úr vítum. Gauti Gunnarsson gerđi 5 mörk, Einar Rafn Eiđsson 4, Dagur Árni Heimisson 4 og Einar Birgir Stefánsson 2.

Í markinu varđi Bruno Bernat 4 skot en Nicholas Satchwell kom gífurlega sterkur inn í síđari hálfleik og varđi 8 skot ţar á međal eitt víti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband