Myndaveisla frá stórsigri KA/Ţórs á HK

Handbolti
Myndaveisla frá stórsigri KA/Ţórs á HK
Frábćr frammistađa í gćr (mynd: Egill Bjarni)

KA/Ţór fékk HK í heimsókn í Olísdeild kvenna í handbolta í gćr. Ađeins munađi einu stigi á liđunum fyrir leikinn en ţau börđust hart um sćti í úrslitakeppninni á síđustu leiktíđ og reiknuđu ţví flestir međ hörkuleik.

Egill Bjarni Friđjónsson ljósmyndari var á leiknum og býđur til myndaveislu frá leiknum og kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Svo fór nú aldeilis ekki, stelpurnar okkar mćttu gríđarlega vel stemmdar til leiks, léku öflugan varnarleik og ţar fyrir aftan var Matea Lonac í ham og varđi hvert skotiđ á fćtur öđru. Sóknarleikurinn hrökk svo í gang en ţar fór Ásdís Guđmundsdóttir fyrir liđinu sem rađađi inn mörkunum.

Stađan var skyndilega orđin 8-2 og virtust gestirnir ekki hafa nein svör viđ frábćrum leik okkar liđs. Ţeim tókst reyndar ađ koma međ smá áhlaup um miđbik fyrri hálfleiks en stelpurnar voru fljótar ađ kvitta fyrir ţađ og leiddu 16-10 í hléinu.

Ţađ sama var uppi á teningunum í ţeim síđari, stelpurnar héldu haus og juku einfaldlega viđ forskotiđ og sigur liđsins var aldrei í hćttu. Ađ lokum vannst afar sannfćrandi 31-19 sigur ţar sem allir leikmenn KA/Ţórs á skýrslu fengu ađ spreyta sig.

Ásdís Guđmundsdóttir var markahćst međ 13 mörk og ţađ úr 13 skotum sem er stórkostleg tölfrćđi en fimm marka hennar komu af vítalínunni. Rakel Sara Elvarsdóttir gerđi 5 mörk, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1, Anna Ţyrí Halldórsdóttir 1 og Kristín Ađalheiđur Jóhannsdóttir 1 mark.

Í markinu varđi Matea Lonac 17 skot sem gerir 51,5% markvörslu sem er frábćrt afrek. Sunna Guđrún Pétursdóttir fékk svo síđustu mínúturnar og varđi eitt skot.

Frábćr sigur stađreynd og mikilvćg tvö stig í hús. Stelpurnar fóru tímabundiđ á topp deildarinnar međ sigrinum en Valskonur endurheimtu toppsćtiđ međ sigri á FH í kjölfariđ. Ţessi liđ mćtast svo á laugardaginn á Hlíđarenda og ljóst ađ ţar verđur hart barist.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband