Nökkvi Ţeyr lék fyrsta A-landsleikinn

Fótbolti
Nökkvi Ţeyr lék fyrsta A-landsleikinn
Nökkvi og Bjarni eru í landsliđshópnum í Portúgal

Íslenska landsliđiđ í knattspyrnu lék í dag vináttuleik viđ Eistland en leikiđ var á Estadio Nora í Portúgal og fóru leikar 1-1. Nökkvi Ţeyr Ţórisson lék sinn fyrsta A-landsleik en KA átti tvo fulltrúa í hópnum en ţađ eru ţeir Nökkvi og Bjarni Mark Antonsson.

Nökkvi Ţeyr sem kjörinn var íţróttakarl KA fyrir áriđ 2022 í gćr var í byrjunarliđi Íslands og lék rúmlega 60 mínútur. Áđur hafđi hann leikiđ einn leik međ U15 ára landsliđi Íslands gegn Finnum á Ólympíuleikum ungmenna áriđ 2013. Eins og flestum er kunnugt leikur Nökkvi í dag međ Belgíska liđinu Beerschot en hann varđ markakóngur Bestu deildarinnar og valinn besti leikmađur deildarinnar á síđasta sumri.

Bjarni Mark ekki viđ sögu í leiknum en hann hefur leikiđ tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Áđur hafđi hann leikiđ í vináttulandsleikjum gegn Kanada og El Salvador í janúar 2020 sem báđir unnust 1-0 og var Bjarni í byrjunarliđinu í leiknum gegn El Salvador og lék allan leikinn.

Bjarni sló í gegn hjá KA, ţá sérstaklega sumariđ 2018 og var valinn leikmađur ársins af Schiöthurum stuđningsmannasveit KA. Hann var í kjölfariđ seldur til sćnska liđsins IK Brage ţar sem hann lék í ţrjú ár. Í janúar áriđ 2022 gekk Bjarni í rađir IK Start í Noregi ţar sem hann leikur í dag.

Íslenska liđiđ leikur annan vináttuleik á fimmtudaginn ţegar strákarnir mćta Svíum og fer sá leikur einnig fram í Portúgal. Vonandi fćr Bjarni tćkifćriđ í ţeim leik en Nökkvi verđur ekki til taks ţar sem hann verđur farinn aftur til Belgíu til liđs Beerschots.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband