Ný heimasíđa blakdeildar KA opnađi á dögunum

Blak

Blakdeild KA opnaði formlega nýja vefsíðu í gær. Vefurinn er hinn glæsilegasti og er keyrður í Moya vefkerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu sem er öflugt hugbúnaðarhús á Akureyri. Vefurinn er einnig mjög öflugur og býður upp á margs konar þjónustu. Þar má nefna skoðanakannanir, myndaalbúm, tilkynningakerfi, viðburðadagatal, póstlista o.fl. Aðalvefur KA og vefur ÍBA www.iba.is munu lesa fréttir af síðu Blakdeildar KA í framtíðinni. Stjórn Blakdeildar KA væntir mikils af nýja veftólinu sem allsherjar samskiptamiðli við leikmenn, foreldra og áhugamenn um blak, segir í tilkynningu. Hafsteinn Valdimarsson, leikmaður meistaraflokks karla, verður umsjónarmaður vefsins fyrst um sinn ásamt stjórnarmönnum KA.

Þú kemst á nýju heimasíðuna með því að smella hér.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband