Nýr rekstrarsamningur viđ Akureyrarbć

Almennt
Nýr rekstrarsamningur viđ Akureyrarbć
Ásthildur og Ingvar ánćgđ međ samninginn

Í dag var undirritađur nýr rekstrarsamningur viđ Akureyrarbć sem gildir til nćstu 5 ára. Ţađ er félaginu mikiđ ánćgjuefni ađ vera faliđ áfram ţađ verkefni ađ annast rekstur og ţjónustu á mannvirkjum Akureyrarbćjar á íţróttasvćđi KA. Samningurinn er ekki síđur mikilvćgur fyrir félagiđ til ađ geta haldiđ uppi ţví öfluga starfi sem unniđ er hjá KA.

"Međ samningnum er tryggt ađ viđ getum áfram sinnt skyldum okkar gagnvart iđkendum okkar og öđrum félagsmönnum. Starfsemi KA er mjög umfangsmikil, fyrir utan okkar hefđbundna íţróttastarf erum viđ ađ auki ađ ţjónusta Akureyrarbć hvađ varđar rekstur á íţrótta- og skólamannvirkjum. Á félagssvćđi okkar koma hundruđir einstaklinga dag hvern til ađ ćfa, keppa eđa hitta ađra félagsmenn.

Mikilvćgi íţróttafélaga í samfélaginu nú til dags er gríđarlega mikiđ, ekki síst ţegar kemur ađ forvarnarstarfi fyrir börn og unglinga.Ţađ er okkar mat ađ ţróunin verđi enn meiri í ţá átt ađ íţróttafélög taki ađ sér fleiri verkefni fyrir samfélagiđ í heild sinni. Viđ KA menn erum ţví afar ánćgđ međ ţađ traust sem Akureyrarbćr sínir okkur međ ţví ađ treysta okkur fyrir ţessu verkefni" segir formađur KA Ingvar Már Gíslason.

Ţađ er ljóst ađ samningurinn er mjög jákvćtt skref fyrir KA en félagiđ hefur stćkkađ gríđarlega síđustu misseri auk ţess sem iđkendum hefur fjölgađ mikiđ síđustu ár. KA er í dag eitt stćrsta félag landsins og ţví skiptir öllu máli ađ samvinna félagsins og Akureyrarbćjar sé góđ. Undirritunin í dag er lykilskref í ţví samstarfi nćstu fimm árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband