Óđinn, Einar og Arnar til liđs viđ KA

Handbolti
Óđinn, Einar og Arnar til liđs viđ KA
Velkomnir í KA!

Handknattleiksdeild KA gerđi í dag samninga viđ ţá Óđin Ţór Ríkharđsson, Einar Rafn Eiđsson og Arnar Frey Ársćlsson og munu ţeir leika međ liđinu á nćsta tímabili. Samningarnir eru til tveggja ára og er ljóst ađ koma ţeirra mun styrkja KA liđiđ enn frekar í baráttunni í Olísdeildinni.

Óđinn Ţór sem er 23 ára hćgri hornamađur gengur til liđs viđ KA frá Team Tvis Holstebro í Danmörku en hann hefur undanfarin ţrjú ár leikiđ ţar í landi. Í Danmörku hefur Óđinn tvívegis komist í lokaúrslit sem og í bikarúrslit á núverandi tímabili en áđur en hann gekk til liđs viđ Holstebro lék hann međ GOG ţar sem hann lék međal annars í Meistaradeild Evrópu. Ţá á Óđinn ađ baki 14 landsleiki og gert í ţeim 44 mörk en međ landsliđinu hefur hann međal annars tekiđ ţátt á HM í Ţýskalandi. Međ yngrilandsliđunum var hann valinn í úrvalsliđ HM U19 og EM U20.

Einar Rafn er 31 árs hćgri skytta sem hefur leikiđ međ FH undanfarin ár. Hann hefur veriđ einn allra besti leikmađur Olísdeildarinnar undanfarin tímabil en međ FH hefur Einar orđiđ Deildar- og Bikarmeistari. Einar varđ markakóngur tímabiliđ 2015-2016 og hefur iđulega veriđ međal markahćstu manna deildarinnar. Ţá hefur hann átt fast sćti í liđi ársins og var valinn sóknarmađur ársins tímabiliđ 2017-2018.

Arnar Freyr er 26 ára vinstri hornamađur sem kemur rétt eins og Einar Rafn frá FH. Arnar hefur veriđ einn besti varnarmađur deildarinnar undanfarin ár auk ţess ađ vera frábćr sóknarmađur. Arnar er uppalinn í Fram en gekk til liđs viđ FH áriđ 2016 ţar sem hann hefur orđiđ Deildar- og Bikarmeistari.

Viđ bjóđum ţá félaga hjartanlega velkomna norđur og hlökkum svo sannarlega til ađ sjá ţá í gula búningnum á komandi tímabili.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband