Perry og Jón Stefán taka viđ Ţór/KA

Fótbolti

Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson hafa veriđ ráđnir sem ţjálfarar Ţórs/KA til nćstu ţriggja ára. Ţeir munu starfa saman sem ađalţjálfarar liđsins, auk ţess ađ hafa yfirumsjón međ ţjálfun og vera í nánu samstarfi viđ ţau sem ráđin verđa í störf ţjálfara annarra liđa sem leika munu undir merkjum Ţórs/KA.

Unniđ er ađ ráđningu ţjálfara annarra liđa sem leika undir merkjum Ţórs/KA og má vćnta frétta af ţeim málum á allra nćstu dögum.

Perry Mclachlan kom fyrst til starfa hér á landi ţegar hann var ráđinn ađstođarţjálfari Greggs Ryder hjá karlaliđi Ţórs í upphafi árs 2019. Hann hefur jafnframt starfađ viđ ţjálfun markvarđa hjá meistaraflokki og yngri flokkum Ţórs og hjá Ţór/KA og mun halda ţví áfram ađ einhverju leyti.

Eftir eitt tímabil hjá sem ađstođarţjálfari Ţórs var hann ráđinn ađstođarţjálfari Andra Hjörvars Albertssonar hjá Ţór/KA og hefur sinnt ţví starfi undanfarin tvö ár, ásamt markvarđaţjálfuninni.

Perry hefur einnig umtalsverđa reynslu af ţjálfun frá Englandi og Bandaríkjunum, međal annars hjá kvennaliđi Chelsea og akademíu drengja og stúlkna hjá félaginu, markvarđaţjálfun hjá Crystal Palace og sem yfirţjálfari stúlkna- og drengjaliđa í Norđur-Karólínu í Bandaríkjunum.

Perry hefur lokiđ UEFA-B gráđu í ţjálfun og mun ljúka UEFA-A gráđunni í mars á nćsta ári.

Jón Stefán Jónsson hefur starfađ viđ ţjálfun frá 2004, fyrst um árabil hjá yngri flokkum Ţórs og síđar Val um tíma, ţar sem hann starfađi bćđi sem ţjálfari yngri flokka og ađstođarţjálfari meistaraflokks kvenna.

Hann tók síđan viđ starfi ađalţjálfara kvennaliđs Hauka í Hafnarfirđi og var međ liđiđ tvö tímabil, 2011-2012.

Eftir viđkomu á Sauđárkróki og aftur viđ ţjálfun yngri flokka hjá Ţór var Jón Stefán ráđinn sem framkvćmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, ţjálfari meistaraflokks kvenna og yfirţjálfari yngri flokka og starfađi ţar 2017-2019.

Haustiđ 2019 hóf hann störf sem íţróttafulltrúi Ţórs og hefur gegnt ţví starfi síđan. Hann var annar ađstođarţjálfara karlaliđs Ţórs á nýafstöđnu tímabili.

Jón Stefán hefur lokiđ UEFA-A gráđu í ţjálfun.

Stjórn Ţórs/KA vćntir mikils af samstarfi viđ ţessa reyndu ţjálfara og bjóđum viđ ţá velkomna til starfa hjá Ţór/KA. Markmiđ félagsins er sem fyrr ađ vera í fremstu röđ liđa á Íslandi og berjast um ţá titla sem í bođi eru – eins og veriđ hefur í meira en áratug.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband