Rándýrt tap Ţórs/KA á KR-vellinum

Fótbolti
Rándýrt tap Ţórs/KA á KR-vellinum
Stelpurnar urđu af mikilvćgum stigum í kvöld

Ţór/KA sótti KR heim í 13. umferđ Pepsi deildar kvenna í kvöld en ansi mikiđ var undir hjá báđum liđum í leiknum en heimastúlkur eru í harđri botnbaráttu á sama tíma og okkar liđ er í sjálfri titilbaráttunni.

KR 2 - 1 Ţór/KA
1-0 Tijana Krstic ('16)
2-0 Mia Gunter ('69)
2-1 Sandra Mayor ('70)

Bćđi liđ hófu leikinn af ţó nokkrum krafti og reyndu hvađ ţau gátu til ađ ná forystunni. Ţađ var KR sem varđ fyrr til ađ koma boltanum í netiđ og ţađ var sannkallađ furđumark. Tijana Krstic kom međ fyrirgjöf sem misheppnađist en varđ hinsvegar ađ flottu skoti sem fór yfir Stephanie Bukovec í markinu og stađan orđin 1-0.

Stelpurnar reyndu hvađ ţćr gátu til ađ svara fyrir markiđ strax en KR liđiđ varđist vel međ Katríni Ómarsdóttur í broddi fylkingar. Ekki kom markiđ í fyrri hálfleik og stađan ţví 1-0 er liđin gengu til búningsherbergja. Ţađ var ljóst ađ stelpurnar ţyrftu ađ pressa vel á KR liđiđ í síđari hálfleiknum og sćkja af meiri hrađa.

Sandra Mayor hafđi lítiđ sést í fyrri hálfleik en í upphafi ţess síđari gerđi hún vel í ađ koma sér í skotfćri rétt fyrir utan teiginn en Ingibjörg í marki KR varđi vel frá henni. Í kjölfariđ sóttu stelpurnar án afláts og virtist bara spurning hvenćr stíflan myndi bresta.

Ţađ kom ţví virkilega á óvart ţegar Mia Gunter tvöfaldađi forystuna á 69. mínútu međ skoti utan af velli. Stephanie í marki Ţórs/KA misreiknađi boltann og ţađ er dýrt sem markvörđur og stađan orđin ansi erfiđ.

En nú tókst stelpunum ađ svara fyrir sig ţví strax í kjölfariđ ţegar markvörđur KR gerđi mistök, Ariana Calderon náđi boltanum, renndi honum á Söndru Mayor sem skorađi af öryggi. Gríđarlega mikilvćgt mark og enn 20 mínútur eftir af leiknum.

Ţađ sem eftir lifđi leiks sótti Ţór/KA af gríđarlegum krafti en skipulag og barátta KR liđsins gerđi liđinu lífiđ leitt og eftir alla pressuna sem og fjölmörg horn ţá kom jöfnunarmarkiđ aldrei.

Niđurstađan ţví 2-1 tap sem verđur ţví miđur rándýrt í lok móts. Nú á Breiđablik leik til góđa auk ţess sem liđiđ er stigi á undan Ţór/KA. Ţetta er sannarlega ekki búiđ en ţađ verđur fínt fyrir stelpurnar ađ tćkla meistaradeildina á nćstunni og gleyma ađeins ţessu sára tapi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband