Sannfćrandi sigur hjá KA/Ţór gegn Aftureldingu

Handbolti
Sannfćrandi sigur hjá KA/Ţór gegn Aftureldingu
Ásdís Guđmundsdóttir međ eitt af sex mörkum sínum

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ KA/Ţór hafi ráđiđ lögum og lofum á gólfi KA heimilisins ţegar stelpurnar tóku á móti Aftureldingu í Grill 66 deildinni í gćr. Ţćr gáfu tóninn strax í upphafi og eftir fimm mínútna leik var stađan orđin 4-0 fyrir heimakonur og síđan 7-1 eftir tíu mínútur.

Í hálfleik var munurinn orđinn tíu mörk, 15-5 og ljóst ađ eitthvađ mikiđ ţyrfti ađ gerast til ađ einhver spenna yrđi í leiknum.

KA/Ţór gaf hins vegar ekkert eftir í seinni hálfleiknum og ţegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn orđinn fjórtán mörk, 23-9. Ţá slökuđu heimakonur lítillega á klónni og Afturelding nýtti ţađ til ađ laga lítillega stöđuna ţar sem ţćr skoruđu sex mörk gegn ţremur og lokatölur ţví öruggur ellefu marka sigur, 26-15.


Líf og fjör á hliđarlínunni hjá KA/Ţór

Liđiđ átti allt flottan leik og dreifđist markaskorunin mikiđ ţar fór ţó fremst í flokki Ásdís Guđmundsdóttir sem var afar öflug á línunni.

Mörk KA/Ţór: Ásdís Guđmundsdóttir 6, Ásdís Sigurđardóttir 4, Steinunn Guđjónsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Auđur Brynja Sölvadóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Kolbrún María Bragadóttir 1 og Ţóra Björk Stefánsdóttir 1 mark.
Sunna Guđrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir stóđu í markinu og áttu báđar frábćran leik.

Mörk Aftureldingar: Hekla Rún Ámundadóttir 4, Íris Kristín Smith 3, Rakel Dóra Sigurđardóttir 2, Sara Lind Stefánsdóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 2 og Ţóra María Sigurjónsdóttir 2 mörk.

KA/Ţór hefur leikiđ fimm leiki í deildinni og hafa sigrađ ţá alla, fullt hús og 10 stig en HK er ţó á toppi deildarinnar međ 11 stig eftir sex leiki. Föstudaginn 10. nóvember eiga stelpurnar heimaleik í bikarkeppninni ţegar ţćr taka á móti FH. Nćsti leikur KA/Ţór í deildinni er útileikur gegn Víkingi ţann 18. nóvember.

Ţórir Tryggvason var mćttur međ myndavélina og sendi okkur myndir sem er hćgt ađ skođa međ ţví ađ smella hér.

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hćgt ađ horfa á leikinn í spilaranum hér ađ neđan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband