Sannfćrandi sigur KA á Fjölni

Fótbolti
Sannfćrandi sigur KA á Fjölni
Danni gerđi sitt fyrsta mark í Pepsi í kvöld

KA tók á móti Fjölni í kvöld í 11. umferđ Pepsi deildar karla, ţrátt fyrir fína spilamennsku í undanförnum leikjum ţá var KA liđiđ án sigurs í síđustu ţremur leikjum og var komiđ í botnbaráttu. Ţađ voru ţví ansi mikilvćg stig í húfi fyrir okkar liđ og á sama tíma fyrir gestina en međ sigri gátu Fjölnismenn komist í ţćgilega stöđu og 6 stigum frá okkar liđi.

KA 2 - 0 Fjölnir
1-0 Daníel Hafsteinsson ('14)
2-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('25)

Strax frá fyrstu mínútu var greinilegt ađ bćđi leikmenn og stuđningsmenn KA vissu hve mikilvćgur leikur kvöldsins vćri. Strákarnir tóku völdin á vellinum og stuđningurinn úr stúkunni var til fyrirmyndar.

Daníel Hafsteinsson gerđi fyrsta mark leiksins á 14. mínútu ţegar hann skallađi boltann í netiđ eftir flotta hornspyrnu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni. Gestirnir komu sterkari inn í leikinn eftir markiđ en varnarlína okkar liđs var sterk og bauđ ekki upp á miklar opnanir.

Ásgeir Sigurgeirsson tvöfaldađi svo forystuna ţegar Cristian Martinez átti langa markspyrnu og Ásgeir gerđi virkilega vel í ađ pressa á boltann, komst svo í gegn og skorađi laglegt mark. Markiđ jók enn á vaxandi sjálfstraust KA liđsins og stúkan naut ţess í botn. Mörkin urđu ekki fleiri í fyrri hálfleik og gleđin allsráđandi ţegar liđin gengu inn í hálfleik.

Síđari hálfleikur náđi svo litlu flugi, KA liđiđ spilađi af öryggi og svo virtist sem gestirnir úr Grafarvoginum hefđu gefist upp. Undir lok leiks ţjörmuđu strákarnir allsvađalega uppviđ mark Fjölnismanna sem björguđu ţrisvar á línu og komu á ótrúlegan hátt í veg fyrir ađ sannfćrandi sigur KA yrđi stćrri.

Virkilega flott frammistađa og gríđarlega mikilvćg 3 stig í hús. Eftir flotta spilamennsku í undanförnum leikjum sem gaf ađeins 1 stig ţá er glćsilegt ađ sjá liđiđ halda áfram ađ reyna og uppskera í kvöld. Ţađ býr hellingur í ţessu liđi og nú höldum viđ áfram!

Nivea KA-mađur leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson (Ţađ er auđvelt ađ elska Ásgeir, hleypur eins og brjálćđingur alla leiki, gefur sig 100% í öll einvígi og virđist alltaf skapa hćttu. Gerđi gott mark í dag og sýndi og sannađi ađ hann getur vel leikiđ fremstur í sóknarlínu KA-liđsins.)


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband