Sigur og tap á Ísafirđi hjá körlunum

Blak
Sigur og tap á Ísafirđi hjá körlunum
Strákana vantar stöđugleika í sinn leik (mynd EBF)

KA sótti Vestra heim í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í blaki um helgina. KA liđiđ hefur ekki fundiđ ţann stöđugleika sem hefur einkennt liđiđ undanfarin ár og er í harđri baráttu um sćti í úrslitakeppninni í vor sem er vissulega ný stađa fyrir liđ sem hefur unniđ allt sem hćgt er undanfarin tvö ár.

Fyrri leikur liđanna fór jafnt og spennandi af stađ en međ flottum lokakafla í fyrstu hrinu tókst KA liđinu ađ vinna 22-25 og leiddi ţví 0-1. Heimamenn byrjuđu ţá nćstu betur en ţegar leiđ á sýndi okkar liđ styrk sinn og unnu ađ lokum góđan 19-25 sigur og ţví komiđ í lykilstöđu. Ţá stöđu nýttu strákarnir sér vel ţví ţeir keyrđu yfir liđ Vestra í ţriđju hrinu og unnu hana 16-25 og leikinn ţví samtals 0-3.

Miguel Mateo Castrillo var stigahćstur í liđi KA međ 17 stig, Alexander Arnar Ţórisson 13, Benedikt Rúnar Valtýsson 9, Hermann Biering Ottósson 6, Filip Pawel Szewczyk 6 og Gunnar Pálmi Hannesson 5 stig.

En stöđugleikann hefur vantađ í liđiđ og ţađ sannađist er liđin mćttust aftur í dag. Vestramenn unnu fyrstu hrinuna 25-23 eftir ađ ţeir höfđu leitt mest međ sex stigum í stöđunni 19-13. Ekki fylgdu betri hlutir í ţeirri nćstu ţví Vestri komst í 9-3 og var sigur ţeirra í annarri hrinu í raun aldrei í hćttu. Á endanum unnu ţeir 25-16 og komnir í 2-0.

Ţá loks kviknađi á okkar mönnum og ţeir svöruđu međ flottum 17-25 sigri í ţriđju hrinu og aftur í ţeirri fjórđu međ 14-25 sigri. Leikurinn fór ţví í oddahrinu og spilamennska liđsins ţannig ađ flestir reiknuđu međ ađ KA liđiđ myndi klára ţar dćmiđ.

En ţar svöruđu heimamenn loks fyrir sig og ţeir unnu hana sannfćrandi 15-9 og tóku ţví leikinn 3-2. Afar svekkjandi ađ strákarnir skyldu ekki ná ađ tengja sigurinn góđa frá deginum áđur en ţó ber ađ hrósa liđinu fyrir ađ ná allavega stigi útúr leiknum eftir ađ hafa lent 2-0 undir.

Alexander Arnar Ţórisson og Miguel Mateo voru stigahćstir međ 19 stig, Benedikt Rúnar Valtýsson 7, Filip Pawel Szewczyk 5, Gunnar Pálmi Hannesson 4 og Gísli Marteinn Baldvinsson 3.

KA liđiđ er ţar međ komiđ međ 12 stig eftir 10 leiki og er jafnt Aftureldingu í 4.-5. sćti deildarinnar. Ađeins efstu fjögur liđin fara í úrslitakeppnina og ljóst ađ strákarnir ţurfa ađ berjast fyrir hverju einasta stigi sem eftir er til ađ tryggja ţátttöku ţar. Vestri er hinsvegar á botni deildarinnar međ 5 stig.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband