Siguróli Sigurđsson heiđursfélagi fallinn frá

Almennt

Siguróli Sigurđsson heiđursfélagi KA féll frá í morgun en Siguróli var nírćđur. Siguróli var svo sannarlega ómetanlegur sjálfbođaliđi í starfi KA og markađi djúp spor í sögu félagsins. Hann hóf ungur ađ vinna fyrir félagiđ og gerđi ţađ í raun alla sína ćvi.

Ţormóđur Einarsson og Siguróli taka hér fyrstu skóflustunguna ađ núverandi gervigrasvelli okkar KA-manna áriđ 2013

Siguróli lék knattspyrnu međ liđi KA sem og liđi ÍBA viđ góđan orđstír og gegndi svo sem stjórnarmađur í knattspyrnudeild félagsins. Siguróli var alltaf til í ađ gefa sig allan fyrir KA og var í lykilhlutverki viđ ađ koma af stađ og byggja upp N1 mótiđ okkar sem er stćrsta yngriflokkamót landsins í dag.

Siguróli tekur hér upphafssparkiđ á Greifavellinum síđasta sumar ásamt Ţormóđi Einarssyni. Međ Siguróla stendur sonur hans Magnús.

Á sínum efri árum hafđi hann áfram daglega komu í KA-Heimiliđ ţar sem hann hafđi umsjón međ kjallaraklúbbnum. Siguróla verđur svo sannarlega sárt saknađ og sendum viđ innilegar samúđarkveđjur til ađstandenda hans og vina.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband