Stig gegn Fjölni

Fótbolti
Stig gegn Fjölni
Mynd - Fotbolti.net

KA og Fjölnir gerđu í kvöld 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grafarvogi ţar sem heimamenn í Fjölni komust í 2-0 í fyrri hálfleik.

Fjölnir 2 – 2 KA

1 – 0 Ingimundur Níels Óskarsson (’27)
2 – 0 Ţórir Guđjónsson (’38)
2 – 1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’44) Stođsending: Steinţór Freyr
2 – 2 Hrannar Björn Steingrímsson (’55) Stođsending: Emil Lyng

Liđ KA:

Rajko, Hrannar Björn, Vedran, Callum, Darko, Aleksandar, Almarr, Hallgrímur Mar, Steinţór Freyr, Emil Lyng og Ásgeir.

Bekkur:

Aron Dagur, Ólafur Aron, Elfar Árni, Davíđ Rúnar, Daníel, Archange og Bjarki Ţór.

Skiptingar:

Steinţór Freyr út – Archange inn (’70)
Ásgeir út – Elfar Árni inn (’77)
Hallgrímur Mar út - Davíđ Rúnar inn ('94)

Töluvert jafnrćđi var međ liđinum til ađ byrja međ í kvöld og fór leikurinn heldur rólega af stađ. KA var meira međ boltann en hvorugu liđinu tókst ađ skapa sér mikiđ á fyrstu 25 mínútum leiksins. Ţađ kom ţví eins og ţruma úr heiđskýru lofti ţegar ađ heimamenn í Fjölni komust yfir á 27. mínútu leiksins en ţar var ađ verki Ingimundur Níels Óskarsson eftir sendingu frá Linus Olsson en ţeir nýttur sér mistök í vörn KA og áttu laglegan samleik í teignum áđur en Ingimundur Níels klárađi fćriđ af stakri prýđi. Heimamenn bćttu svo viđ öđru marki rúmum tíu mínútum síđar en ţá var aftur vandrćđagangur í vörn KA sem leiddi til ţess ađ boltinn var tekinn af Callum og gefin fyrir markiđ á Ţóri Guđjónsson sem skallađi boltann í netiđ af stuttu fćri í markiđ og jók forystuna í 2-0.

KA liđiđ virkađi afar slegiđ viđ seinna markiđ en virtist sem betur fer vakna almennilega til leiks viđ ţá köldu stađreynd. Steinţór Freyr var skömmu seinna felldur niđur rétt fyrir utan teig af varnarmanni Fjölnis og aukaspyrna réttilega dćmd. Ţar kom fyrirliđinn Hallgrímur Mar á vettvang og ţá var ekki ađ spyrja ađ leikslokum. Hallgrímur afgreiddi aukaspyrnuna í netiđ af miklu öryggi og kom KA aftur inn í leikinn. Stađan í hálfleik 2-1 Fjölni í vil.

KA liđiđ mćtti mjög ákveđiđ til leiks í síđari hálfleik og var greinilegt ađ liđiđ ćtlađi sér ekki ađ fara tómhent heim úr Grafarvoginum.

Eftir snarpa sókn heimamenna snéru KA menn vörn í sókn og geystust upp völlinn. Ţar lauk sókninni međ ţví ađ Emil Lyng framlengdi boltann til hćgri á Hrannar Björn sem kom á ferđinni og ţrumađi boltanum í netiđ fyrir utan teig alveg út viđ stöng, óverjandi fyrir Ţórđ í marki Fjölnis. Frábćr skyndisókn hjá KA og magnađ skot hjá Hrannari og stađan ţví orđin jöfn 2-2.

KA gerđi atlögu ađ ţví ađ hirđa stigin ţrjú og komust ansi nálćgt ţví ţegar ađ Ásgeir skallađi í slá eftir fyrirgjöf frá Hallgrími Mar en inn vildi boltinn ekki og lokastađa leiksins ţví 2-2 ţar sem KA hefđi hćglega getađ tekiđ stigin ţrjú en kćrkomiđ stig eftir ađ hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik og enn og aftur sýnir liđiđ karakter ađ koma til baka úr erfiđri stöđu.

Nivea KA-mađur leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Var ógnandi sem fyrr í sóknarleiknum og skorađi gríđarlega mikilvćgt mark ţegar ađ hann minnkađi muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.)

Nćsti leikur KA er af dýrari gerđinni en á mánudaginn nćsta koma Stjörnumenn sem eru í öđru sćti deildarinnar í heimsókn. Hefst sá leikur kl. 18.00 og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta KA menn mćta á ţann leik. Áfram KA! 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband