Stórkostleg endurkoma tryggđi KA stig

Handbolti
Stórkostleg endurkoma tryggđi KA stig
Ţvílíkur karakter!!! (mynd: Egill Bjarni)

KA tók á móti Val í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld en ađeins munađi einu stigi á liđunum fyrir leikinn og bjuggust flestir viđ hörkuleik. Ţađ varđ heldur betur raunin og ljóst ađ ţessi leikur mun seint renna okkur KA mönnum úr minni.

Bćđi liđ spiluđu öfluga 6-0 vörn og var jafnt á međ liđunum fyrsta kortériđ. KA komst í 0-1 en eftir ţađ voru ţađ gestirnir sem fóru međ frumkvćđiđ. Í stöđunni 5-5 kom hinsvegar slćmur kafli ţar sem strákarnir okkar skoruđu ekki í rúmar átta og hálfa mínútu og gestirnir gengu á lagiđ.

Strákarnir gerđu sig seka um alltof marga tapađa bolta og Valsmenn refsuđu bćđi međ mörkum úr hrađaupphlaupum en einnig međ mörkum yfir allan völlinn í autt netiđ. Skömmu fyrir hlé var stađan 8-13 fyrir gestina en strákunum tókst ađ laga stöđuna í 10-13 er liđin gengu til búningsherbergja sinna.

Tímalína fyrri hálfleiks

Munurinn hélst í 2-4 mörkum nćr allan síđari hálfleikinn og benti fátt til ţess ađ KA nćđi ađ brjóta Valsmenn á bak aftur og fá eitthvađ útúr leiknum. Er kortér lifđi leiks var stađan 18-20 en ţá kom aftur slćmur kafli hjá strákunum sem töpuđu boltanum og Valsmenn refsuđu grimmilega.

Er fimm og hálf mínúta lifđi leiks var stađan orđin 20-26 og í raun bara spurning hve stór sigur gestanna yrđi. En KA liđiđ hefur heldur betur sýnt ţađ og sannađ ađ ţađ býr ótrúlegur karakter í liđinu en á dögunum tryggđu strákarnir sér jafntefli á útivelli gegn FH međ ţví ađ vinna upp fjögurra marka forskot á innan viđ ţremur mínútum.

KA liđinu tókst í kjölfariđ ađ skora ţrjú mörk í röđ og enn ţrjár og hálf mínúta eftir. Ţá tókst Arnóri Snć ađ skora fyrir Val og tćpar ţrjár mínútur til leiksloka. Í raun sama stađa og gegn FH á dögunum. Allan Norđberg sótti ţá vítakast og uppskar Magnús Óli leikmađur Vals brottvísun. Árni Bragi Eyjólfsson skorađi úr vítinu og tvćr og hálf mínúta eftir.

Skömmu seinna tók Snorri Steinn Guđjónsson ţjálfari Vals leikhlé en pirrađi sig á ţví ađ ţađ tók smá tíma ađ fá leikhléiđ í gegn og barđi ţví í ritaraborđiđ. Hann uppskar ţví brottvísun og Valsmenn tveimur fćrri. Eftir leikhléiđ geigađi skot Valsmanna og Jóhann Geir Sćvarsson minnkađi muninn í 25-27 og enn mínúta og 35 sekúndur eftir.

Dćmdur var ruđningur á Valsmenn og aftur sótti Allan Norđberg vítakast ţó ţađ hafi tekiđ smá tíma fyrir dómara leiksins ađ komast ađ ţeirri niđurstöđu, sem reyndist ţó hárrétt. Aftur skorađi Árni Bragi og skyndilega ađeins eitt mark sem skildi liđin ađ. Eftir bras á lokasókn gestanna var dćmd leiktöf og fékk KA ţví möguleika á ađ stela stigi.

Og ţađ varđ heldur betur raunin ţar sem Sigţór Gunnar Jónsson smeygđi sér í gegn og skorađi jöfnunarmarkiđ mikilvćga og leikurinn úti. Ótrúleg endurkoma ţar međ stađreynd og KA búiđ ađ sćkja risastig á lokaandartökum síđustu deildarleikja. Fyrst gegn FH ţar sem Andri Snćr skorađi úr vítakasti er leiktíminn var liđinn, svo Patrekur Stefánsson međ sigurmark í Vestmannaeyjum og nú Sigţór Gunnar í kvöld.

Tímalína seinni hálfleiks

Ţađ má ţví heldur betur fullyrđa ađ karakterinn sem býr í okkar liđi er hreint út sagt stórkostlegur og alveg klárt ađ ţetta mun koma okkur langt í vetur! Ţađ er ţó mikiđ áhyggjuefni hvađ viđ töpuđum boltanum oft í dag en alls misstu strákarnir boltann 16 sinnum sem er alltof mikiđ og í raun ótrúlegt ađ hafa náđ stigi gegn sterku liđi Vals.

Jóhann Geir Sćvarsson var markahćstur í liđi KA í dag međ 7 mörk, ţar af eitt úr vítakasti. Áki Egilsnes gerđi 5 mörk rétt eins og Árni Bragi Eyjólfsson en Árni Bragi gerđi tvö af vítalínunni. Patrekur Stefánsson gerđi 3 mörk, Dađi Jónsson 2, Jón Heiđar Sigurđsson 2, Sigţór Gunnar Jónsson 2 og Allan Norđberg eitt mark. Nicholas Satchwell varđi 7 skot í markinu.

Ţađ er ţó áfram skammt stórra högga á milli en strax á sunnudaginn mćta strákarnir nágrönnum okkar í Ţór í Höllinni og verđur ţađ ţar međ ţriđji leikurinn á sex dögum. Strákarnir eru nýbúnir ađ leggja Ţórsarana ađ velli í bikarkeppninni og mikilvćgt ađ ná ađ endurtaka leikinn enda erum viđ komnir í hörkubaráttu í efri hluta deildarinnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband