Strákarnir festust í Safamýrinni

Handbolti
Strákarnir festust í Safamýrinni
Ekki okkar dagur í dag (mynd: Egill Bjarni)

KA sótti Fram heim í 12. umferđ Olísdeildar karla í handboltanum í dag en KA liđiđ var fyrir leikinn ósigrađ í sjö síđustu leikjum og hafđi unniđ sig upp í 3. sćti deildarinnar. Framarar voru hinsvegar ađeins fjórum stigum fyrir aftan í 9. sćtinu og ţví mikiđ undir hjá báđum liđum.

Strákarnir byrjuđu leikinn af krafti og gerđu fyrstu tvö mörk leiksins en heimamönnum tókst ekki ađ skora fyrr en eftir sjö mínútna leik. KA hélt frumkvćđinu fyrstu fimmtán mínútur leiksins en eftir ţađ tóku Framarar viđ keflinu og leiddu mest međ ţremur mörkum. Stađan var 14-12 er flautađ var til hálfleiks og sóknarleikurinn ekki nćgilega góđur ađ ţessu sinni.

Ekki batnađi stađan í upphafi síđari hálfleiks ţví munurinn fór fljótlega í fimm mörk, 17-12 en ţá kom góđur 0-4 kafli hjá strákunum sem minnkuđu ţar međ muninn í eitt mark. Nćr komust ţeir ţó ekki og aftur tókst Frömurum ađ skilja sig frá og lönduđu ađ lokum 26-22 sigri.

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ KA liđiđ hafi ekki fundiđ sig nćgilega vel í dag og kannski skiljanlegt eftir mikiđ leikjaálag ađ undanförnu. Ţetta var áttundi leikur liđsins í febrúar mánuđi og međ mikilli vinnu höfđu strákarnir forđast tap ţar til kom ađ leiknum í dag. Stöngin út ađ ţessu sinni og viđ höldum áfram okkar vegferđ en tíu umferđir eru eftir af deildinni sem er ótrúlega jöfn og spennandi.

Áki Egilsnes var markahćstur međ 7 mörk, Patrekur Stefánsson gerđi 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Jóhann Geir Sćvarsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2 og Ragnar Snćr Njálsson 1 mark. Nicholas Satchwell varđi 10 skot í markinu og var međ 27,8% markvörslu.

Nćsti leikur KA er á föstudaginn er Selfoss mćtir í KA-Heimiliđ og áfram heldur ţví álagiđ á ţjálfara og leikmenn liđsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband