Strákarnir stóđust prófiđ í Árbćnum

Blak
Strákarnir stóđust prófiđ í Árbćnum
Mikilvćgur sigur í kvöld (mynd: Egill Bjarni)

KA sótti Fylki heim í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru Árbćingar stigalausir en KA hafđi unniđ góđa sigra í síđustu tveimur leikjum sínum. Ţađ stefnir í hörku baráttu á toppi deildarinnar og ljóst ađ hvert einasta stig mun skipta máli ţegar upp verđur stađiđ í vor.

KA lék án ţeirra Miguel Mateo Castrillo og Arnars Más Sigurđarssonar en ţess í stađ fengu yngri leikmenn ađ spreita sig og ţeir stóđu fyrir sínu.

Ţađ voru ţó Fylkismenn sem hófu leikinn betur og ţeir leiddu fyrri hluta fyrstu hrinu en međ frábćrum kafla sneru strákarnir dćminu viđ og náđu mest fimm stiga forystu. Strákarnir sigldu svo 20-25 sigri heim og komust ţar međ í 0-1.

Aftur voru ţađ heimamenn sem byrjuđu betur í upphafi annarrar hrinu en rétt eins og áđur kom frábćr kafli KA liđsins sem sneri dćminu viđ og úr ţví ađ vera ţremur stigum undir komst KA mest í sjö stiga forskot. Eftir ţađ var sigurinn aldrei í hćttu og vannst ađ lokum 18-25 sigur og strákarnir ţar međ komnir í lykilstöđu fyrir ţriđju hrinu.

Allt annađ var uppi á teningunum í ţriđju hrinu ţví nú komst KA í 1-6 áđur en Fylkismenn sem voru međ bakiđ uppviđ vegg komu til baka. Skyndilega var stađan orđin 17-9 fyrir Fylki og algjört hrun á spilamennsku okkar liđs. Fylkisliđiđ vann hrinuna svo 25-16 og vann ţar međ sína ađra hrinu í vetur.

Ţađ var ţví ansi mikilvćgt ađ strákarnir myndu klára fjórđu hrinu til ađ sćkja öll stigin í kvöld en heimamenn voru heldur betur komnir í gang og úr varđ spennuţrungin fjórđa hrina. Jafnt var á nánast öllum tölum fyrri hluta hrinunnar uns KA náđi ţriggja stiga forystu í 11-14 og seinna sex stiga forystu í 15-21.

En Fylkismenn lögđu ekki árar í bát og eftir ađ KA var í 21-24 stöđu knúđu ţeir fram upphćkkun og gríđarleg spenna í loftinu. Ţađ fór svo ađ strákarnir okkar náđu ađ klára dćmiđ 27-29 og leikinn ţar međ 1-3.

Allir leikmenn KA sem voru á skýrslu fengu ađ spreita sig og var ákaflega jákvćtt ađ sjá strákana fá tćkifćriđ. André Collins var stigahćstur međ 10 stig, Alexander Arnar Ţórisson gerđi 9, Oscar Fernández 7, Sölvi Páll Sigurpálsson 6, Benedikt Rúnar Valtýsson 5, Hermann Biering Ottósson 4 og Filip Pawel Szewczyk 3. Ţá lék Draupnir Jarl Kristjánsson til móts viđ Filip í stöđu uppspilara og stóđ sig međ prýđi.

KA er ţar međ komiđ međ 9 stig eftir fyrstu fjóra leiki vetrarins og hefur sótt öll stigin sem í bođi eru eftir Covid pásuna. Nćsti leikur er strax á miđvikudaginn er Afturelding mćtir norđur og má búast viđ spennandi leik en bćđi liđ ćtla sér stóra hluti í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband