Ţjálfarateymi KA klárt fyrir sumariđ

Fótbolti
Ţjálfarateymi KA klárt fyrir sumariđ
Viđ vćntum mikils af ţessu öfluga teymi!

Knattspyrnudeild KA hefur gengiđ frá ţjálfaramálum fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Óli Stefán Flóventsson er ađ sjálfsögđu áfram ađalţjálfari liđsins en honum til ađstođar verđa ţeir Hallgrímur Jónasson og Pétur Heiđar Kristjánsson.

Ţađ er ljóst ađ ţađ verđur mikill styrkur fyrir félagiđ ađ fá ţá Hallgrím og Pétur inn í ţjálfarateymiđ en  Hallgrímur er hokinn reynslu eftir veru sína í atvinnumennskunni međ Lyngby BK, OB, SřnderjyskE og GAIS auk ţess sem hann hefur leikiđ 16 leiki fyrir A-landsliđ Íslands. Hallgrímur hefur leikiđ međ KA undanfarin tvö ár og verđur áfram leikmađur liđsins.

Pétur Heiđar var ađalţjálfari meistaraflokks á Dalvík og hefur ţjálfađ yngri flokka hjá KA undanfarin ár auk ţess sem hann er fyrrum leikmađur liđsins.

Ţá er gaman ađ segja frá ţví ađ Óli Stefán mun klára UEFA Pro ţjálfaragráđuna í janúar en hann hefur veriđ í ţví krefjandi námi samhliđa ţví ađ ţjálfa KA liđiđ undanfariđ ár.

Branislav Radakovic verđur áfram markmannsţjálfari liđsins en hann kom inn fyrir síđasta tímabil og hefur veriđ mikil ánćgja međ hans störf. Ţá verđur Halldór Hermann Jónsson áfram styrktar- og sjúkraţjálfari liđsins. Áđur hafđi Halldór veriđ leikmađur KA og lék hann alls 35 leiki fyrir félagiđ ţar sem hann gerđi 2 mörk.

Viđ berum miklar vćntingar til ţessara öflugu kappa og verđur gaman ađ fylgjast međ gangi mála á komandi sumri en KA náđi sínum besta árangri frá árinu 2002 á nýliđnu sumri er liđiđ endađi í 5. sćti Pepsi Max deildarinnar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband