Ţór/KA áfram eftir markalaust jafntefli

Fótbolti
Ţór/KA áfram eftir markalaust jafntefli
Frábćr árangur hjá Ţór/KA! (mynd: Ţ.Tr)

Íslandsmeistarar Ţórs/KA gerđu sér lítiđ fyrir og tryggđu sér sćti í 32-liđa úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik riđlakeppninnar. Fyrir leik var ljóst ađ stelpurnar ţurftu sigur til ađ vinna riđilinn og eiga öruggt sćti í nćstu umferđ. Ţađ tókst ekki en tvö af bestu liđunum í 2. sćti komust einnig áfram og stelpurnar voru ţar á međal.

Ţór/KA 0 - 0 Ajax

Stelpurnar hófu leikinn af krafti og fékk Arna Sif Ásgrímsdóttir úrvals skallafćri í upphafi en ţví miđur fór skallinn rétt framhjá. Ţćr Hulda Ósk Jónsdóttir og Sandra Mayor reyndu í kjölfariđ fyrir sér en stelpunum gekk illa ađ hitta á markiđ.

Ţćr Hollensku náđu svo góđum kafla og pressuđu en Ţór/KA er ţekkt fyrir góđan varnarleik og ţćr lokuđu býsna vel á sóknarađgerđir Ajax. Ekki var skorađ í fyrri hálfleik en ţó greinilegt ađ bćđi liđ ćtluđu sér sigur í leiknum og spennandi síđari hálfleikur framundan.

Spennan var í algleymingi í ţeim síđari ţrátt fyrir ađ ekki hafi veriđ mikiđ um opin fćri, ţess í stađ einkenndist leikurinn af baráttu og hörku. Ţór/KA varđ fyrir áfalli á 78. mínútu ţegar Ariana Calderon fékk sitt annađ gula spjald. Mikil óánćgja var međ dóminn en liđ Ajax hafđi veriđ ađ liggja mikiđ eftir ađ ţví er virtist til ađ fiska gul spjöld á okkar liđ.

Ţrátt fyrir ađ vera manni fćrri út leikinn spiluđu stelpurnar áfram vel og agađ og lokuđu áfram vel á hiđ sterka liđ Ajax. Leikurinn ţví markalaus og Ajax fagnađi sigri í riđlinum og sćti í 32-liđa úrslitum. Ţađ gerđu okkar stelpur hinsvegar einnig ţví ađ stigiđ var nóg til ađ tryggja annađ af auka sćtunum fyrir tvö af ţeim liđum međ bestan árangur í 2. sćti í riđlunum tíu.

Ţađ er ljóst ađ árangurinn er glćsilegur en stelpurnar fengu ekki á sig mark í riđlinum og óskum viđ liđinu og öllum sem ađ ţví koma hjartanlega til hamingju. Andstćđingarnir í nćstu umferđ verđa ákaflega erfiđir og gaman ađ sjá hverjir ţađ verđa ţegar dregiđ hefur veriđ í 32-liđa úrslitin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband