Ţór/KA - Wolfsburg er á morgun!

Fótbolti
Ţór/KA - Wolfsburg er á morgun!
Algjör veisla framundan! (mynd: Ţórir Tryggva)

Einn stćrsti knattspyrnuleikur sem hefur fariđ fram á Akureyri er á morgun, miđvikudag, ţegar Íslandsmeistarar Ţórs/KA taka á móti Ţýskalandsmeisturum Wolfsburg. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum viđ alla sem geta til ađ mćta og styđja stelpurnar í ţessum magnađa leik. Alls verđur pláss fyrir um 3.000 manns á vellinum ţannig ađ ţađ ćttu flestir ađ komast fyrir.

Ţór/KA varđ eins og frćgt er orđiđ Íslandsmeistari á síđustu leiktíđ og vann sér ţar međ rétt til ađ leika í Meistaradeildinni í ár. Fyrr í sumar tryggđu stelpurnar sér sćti í 32-liđa úrslitum keppninnar međ ţví ađ komast uppúr riđlakeppninni en ţar lék liđiđ gegn Linfield, Wexford og Ajax. Hér rifjum viđ upp leiđ liđsins ađ Íslandsmeistaratitlinum í fyrra:

Wolfsburg er eitt af allra bestu liđum heims í kvennaknattspyrnu en Wolfsburg er einmitt ríkjandi Ţýskalandsmeistari sem og Bikarmeistari auk ţess sem liđiđ lék til úrslita í Meistaradeildinni á síđustu leiktíđ ţar sem liđiđ tapađi í framlengingu.

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliđsfyrirliđi er í lykilhlutverki hjá Wolfsburg auk ţess ađ hafa Pernille Harder sem var nýlega kjörin besti leikmađur heims 2017-2018 af UEFA.

Ţađ er ljóst ađ leikurinn á morgun verđur algjör veisla og mikil upplifun. Ţađ er ţví um ađ gera ađ drífa sig á Ţórsvöll og styđja okkar flotta liđ. Ţađ má búast viđ mikilli örtröđ ţannig ađ ţađ er eina vitiđ ađ mćta tímanlega bćđi uppá bílastćđi sem og miđasölu. Hlökkum til ađ sjá ykkur á morgun og áfram Ţór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband